Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 63
B L I K
61
verður að taka stórum breyt-
ingum, og ungir menn ættu að
ganga þar fram í broddi fylk-
ingar, að hér yrði reist mynd-
arlegt bókasafn með stórri
lestrarstofu. . .
Páll Kolka skrifar skorinorða
grein um bókasafnsmálið í
Skjöld 19. okt. 1923. Má ætla,
að þessi grein hafi ýtt við safn-
stjórninni, sbr. erindið til bæj-
arstjórnar á fundinum 9. nóv.
I greininni segir Kolka meðal
annars, að árið 1884, við lát
séra Brynjólfs hafi safnið átt
600 bindi og má af því marka,
hve stórt það gæti verið nú 40
árum seinni, ef haldið hefði
verið í sama horfi. Þegar Borg
(þinghúsið) var seld, var safn-
ið flutt í barnaskólann. Þar var
það geymt í rökum saggafull-
um kjallara. Löngu hætt að
lána bækur, enda rakar og ó-
nýtar af myglu og fúa, sem
vonlegt er, dreifðar út yfir
gólfið í kjallaranum. Ekki hefur
það bætt úr skák, að fram af
þessu herbergi var eldaður
uiatur í heilt ár og lagði matar-
gufuna inn á bækurnar.
>>Skömmu eftir að ég kom í bæj-
arstjórn (1922), skoðaði ég
safnið og var forviða á, 'hversu
margar góðar bækur það átti,
verðmætar °§ ófáanlegar. Á
hókunum var þykkt myglulag,
blöðin límd saman af sagga, og
-úalyktin og óloftið af þeim var
svc magnað að ég efast um, að
annað sé hægt að gera við
megnið af þeim en að aka þeim
fram af Urðunum fyrir framan
sýslumannssetrið.#
Bæjarstjórn hefur öðru hvoru
fundið til samvizkubits út af
safninu. I fyrra var samþ. heim-
ild til að endurreisa safnið. Lán-
ið var ekki tekið, þarfamál
svæft. Það holla og góða menn-
ingarlíf, sem byrjaði fyrir
löngu með stofnun safnsins, er
að engu orðið.“ Þá bendir
Kolka læknir á, að þingmanns-
efnið (Jóhann Þ. Jósefsson) sé
sjálfmenntaður maður og muni
Eyjarnar eignast fleiri slíka,
komizt safnið í viðunandi horf.
Karl Einarsson sýslumaður
sagði í dreifibréfi, að það væri
„vitanlega ósatt“ að safnið
væri verulega skemmt. ,,Hvað
veit hann um það?“ spurði
Kolka læknir. „Hefur hann
nennt upp í barnaskóla?"
SATNIÐ ENDURKEIST.
1924—1930.
Árið 1921 réðist ungur og
áhugasamur kennari til starfa
við barnaskólann í Eyjum;
maðurinn var Hallgrímur Jón-
asson, síðar landskunnur ferða-
maður og fyrirlesari. Hallgrím-
ur er fæddur að Fremri-Kotum
* Karl Einarsson sýslumaður bjó
að Hofi.