Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 117
B L I K
115
Bændur í Eyjum, sem bygg-
ingu höfðu fyrir öllum lendum
og löndum þar samkv. bygg-
ingarlóðabréfum og samning-
um við jarðardrottinn, ríkið,
töldu Sigurði hreppstjóra og
sýslumanni, umboðsmanni jarð-
ardrottins, algjörlega ó'heimilt
að leyfa nokkrum manni bygg-
ingu íbúðaHhúss svo fjarri
Sandi, þ. e. höfninni. Fannst
bændum sem þrengjast mundi
fyrir dyrum sínum, ef frjálst
skyldi að byggja íbúðarhús á
út'haga sínum um Heimaey og
skírskotuðu til byggingarbréfa
sinna og fornrar hefðar um rétt
sinn.
Endalyktir urðu þær á þjarki
þessu, að Sigurður ísleifsson
varð að rífa hið nýbyggða hús
sitt og flytja það nær höfninni.
Þá var það sem þau hjón, Sig-
urður og Guðrún, byggðu íbúð-
arhúsið Merkisstein, Heimagata
9. 1 það hús notuðu þau
timbrið úr Káragerði sínu.
Þegar endalyktir á þjarki
þessu um Káragerði Sigurðar
ísleifssonar og þeirra hjóna
urðu þær, sem nú var greint,
keyptu þau hjón „Gamla skól-
ann“ af sýslusjóði til þess fyrst
og fremst að ná eignarhaldi á
lóð (þ. e. óvéfengjanlegum af-
notarétti af lóð) undir íbúðar-
hús það, er þau hugðust byggja
aftur í Eyjum, en skólahúsinu
fylgdi stór lóð, leikvangur barn-
anna. Hjónin gáfu nú skóláhús-
inu gamla nýtt nafn og kölluðu
það Dvergastein. Svo heitir það
enn í dag. Ekki fluttu þau hjón
í húsið, þó að þau keyptu það,
heldur leigðu þau íbúð í Garð-
húsum hjá Einari Jónssyni, en
hann og Sigurður voru miklir
vinir. Þar bjuggu þau, meðan
þau byggðu íbúðarhús sitt
Merkisstein nokkrum metrum
fyrir austan Dvergastein. Það
var 1907. Árið eftir fengu þau
lán, kr. 800,00 í Sparisjóði
Vestmannaeyja (hinum eldri)
út á nýja íbúðarhúsið sitt.
Sigurður og Guðrún leigðu
Edvard Fredereksen bakara-
meistara íbúð í Dvergasteini,
rishæðina. Á neðri hæð hafði
Edvard brauðgerðarhús sitt,
rak þar brauðgerð. Þar var það,
sem eitt sinn kviknaði í hjá
honum, svo að logarnir stóðu
út um glugga á austurstafni
Dvergasteins. Fljótlega tókst
þó að slökkva eldinn. Loftbitar
sviðnuðu mjög og mun mega
sjá þess merki enn í Dverga-
steini.
Árið 1907 leigja í Dverga-
steini hjónin Magnús Árnason
,,'húsmaður“ og Ingigerður
Bjarnadóttir, síðar byggjendur
og búendur að Lágafelli (Vest-
mannabraut 10) í Eyjum um
tugi ára.
Árið 1908 flytja til Eyja
hjónin Guðmundur Magnússon
og Helga Jónsdóttir, sem síðar