Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 314
312
B L I K
Jón Einarsson, Garðsstöðum.
Gísli Bjarnason yngri.
Ef litið er til þeirra tíma, þegar
Eyjamenn feta inn á brautir leik-
listar, hlýtur maður að staldra við
og renna augum yfir svið raunveru-
leikans um líf og hagi almennings.
Því betur, sem skyggnzt er um á
sviðinu, sést greinilegar, að það hef-
ir ekki verið neinn leikur fyrir á-
hugamenn þeirrar starfsemi að
ryðja brautina, svo að fært gæti
calizt. Um það leyti hafa verið hér
um 300 manns og fátækt ríkjandi
meðal alls almennings. Allar jarð-
irnar eru fullsetnar, 48 alls, og
tómthúsin eða þurrabúðirnar líklega
um 30. Þær voru mismargar frá ári
til árs, og fór tala þeirra eftir afla-
föngum og árferði. Jarðirnar voru
allflestar litlar, svo að erfitt var að
framfleyta á þeim stórum fjölskyld-
um. Híbýli manna voru eins og
tíðkaðist til sveita á meginlandinu á
þeim tímum, þ. e. torfbæir. Bæjar-
veggir úr torfi og grjóti og baðstof-
ur með skarsúð. Flestar höfðu þær
LÍmburstafn og trégólf, en þó voru
ekki allar svo vel byggðar. Þökin
voru hlaðin úr snyddu eða tyrfð.
Þótt erfitt væri hér um slíkt bygg-
ingarefni vegna sérstakra ákvæða
um torfskurð, urðu menn samt að
fá það og var það því oft keypt frá
meginlandinu, þótt dýrt væri. A
stöku stað voru fjósbaðstofur og
gengu þá nautgripir og mannfólk um
sömu göng. Tómthúsin voru sérlega
lélegar kofabyggingar. Flest þeirra
voru byggð upp úr gömlum hjöll-
um, sem þau svo drógu nafn sitt af
t d. Ompuhjallur, Grímshjallur,
Dalahjallur, Helgahjallur o. s. frv.
Niðri við höfnina þ. e. niður á
Sandi, sem svo var nefnt, voru
kaupmanna- og verzlunarmannahús-
in, Þar var flest danskt fólk og bjó
auðvitað í timburhúsum. Annað
kom vart til mála með „fínasta
fólkið". Timburhús voru þó víðar,
t. d. á Vilborgarstöðum og að Of-
anleiti.
Lýsing baðstofunnar var gerð
með lýsislömpum, sem gerðu allt
sótugt og skítugt, og andrúmsloft-
ið vitanlega daunillt þar inni. Við
þetta blandaðist svo óþefurinn frá
fílafiðurssængurfatnaði fólksins og
frá eldiviðnum, sem brennt var í
opnum hlóðum í eldhúsinu. Aðal-
eldiviðurinn var grútur, lundaspílur,
harðir fiskhryggir, fýladrasl, þang,
tað og fleira. Gefur að skilja, að
óþefurinn hefur verið meir en lítill
í íbúðum manna við slíkar aðstæð-
ur.
Þessu hefur dr. Schleisner lýst
allnákvæmlega í ritgerð sinni um
heilbrigði og heimilishætti Eyja-
búa í bók sinni um ginklofaveik-
ina í Vestmannaeyjum, hreinlæti
o. fl. Neyzluvatnið var sótt í Herj-
ólfsdal, Lindina þar, gamla vatns-
póstinn fyrii innan Sandskörð og í
Vilpu uppi í Vilborgarstaðatúni.
Engir brunnar voru við húsin al-
inennt, nema opnir brunnar, Það
voru gryfjur grafnar ofan í túnin
heima við bæina og voru oft 2 til
4 tröppur oían í þær Minnist ég