Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 333
B L I K
331
leikið í Kumbalda leikrit, sem hét
að mig minnir „Músin" (eða „Rott-
an"). Ekki veit ég um höfund
þessa leikrits, en trúlega hefir Hall-
dór Gunnlaugsson útvegað það eða
jafnvel snarað því úr dönsku yfir
á íslenzku. A meðal leikenda voru
í þessu leikriti Gísli Lárusson. Hann
var eitthvað að guma af kjarki
sínum og sagðist ekkert hræðast,
vera maður, sem kynni ekki að
hræðast. en rétt í því kemur mús
hlaupandi inn gólfið og varð hann
þá svo hræddur, að hann hljóp
upp á borð. Þá var hlegið í Kumb-
alda. Auk hans léku svo Jóhann Þ.
Jósefsson, Asdís Johnsen, Theódóra
Gísladóttir, Halldór Gunnlaugsson
o. fl. Árið 1906 mun ávallt verða
álitið merkisár í sögu leiklistar hér.
Var það líka oft nefnt læknisárið
þ. e. a. s. árið, sem Halldór læknir
flutti til Eyjanna. Hann var snjall
og ástsæll héraðslæknir. Hann
tók strax við komu sína til
Eyjanna virkan þátt í leikstarf-
seminni. Var hann þá þegar
landskunnur leikari og leiklistar-
unnandi, sem t. d. skólabræður hans
dáðu mjög mikið. Hann var gæddur
sérlega auðugri kímnigáfu, smekk-
vís og úrræðagóður um allt, er
varðaði vandamál leiklistar hér.
Hann var bráðsnjall þýðandi, mik-
ilsvirt kímniskáld og leiklistarleið-
beinandi mjög góður. Söngmaður
var Halldór prýðilegur. Við komu
hans til Eyja lifnaði mjög mikið
yfir leikstarfseminni og má segja,
að hann væri henni eitt og allt á
Halldór Gunnlaugsson, læknir, frumkvöð-
ull að stofnun Kvenfélagsins Liknar, leik-
ari góður og skáld ágœtt, ötull kraftur í
öllum félagsmálum Eyjabúa.
mörgum sviðum. Mörg ný leikrit
voru þá sýnd hvert af öðru og nýir
leikendur koma á sviðið. Var þá
ýmist leikið í Gúttó, Tangahúsinu
eða Kumbalda og leiksýningar fjöl-
sóttar. Það er ekkert ofsagt, að þar
sem Halldór læknir var að störfum,
þar var líf og fjör á öllum svið-
um. Halldór var vel þekktur af
leiksviðinu í Reykjavík, en eftir að
hann varð stúdent, fluttist hann
norður til Akureyrar til stjúpu sinn-
ar, er þá var nýflutt þangað. Það
var frú Halldóra Vigfúsdóttir, er
síðast var hér í Eyjum og lézt hjá
syni sínum, Þórhalli Gunnlaugssyni,
símstjóra, en hann var samfeðra
hálfbróðir Halldórs læknis. Halldór
læknir var hagyrðingur ágætur en
sérstæður nokkuð.