Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 287
B L I K
285
inu. Kennarar skólans skiptust á að
annast umsjón með félagsfundum,
sem voru annað hvort laugardags-
kvöld allan veturinn.
Þessir nemendur skipuðu stjóm
Málfundafélagsins:
Lilja Hanna Baldursdóttir form.
og Stefanía Þorsteinsdóttir vlara-
form., báðar skipaðar af skólanum.
Aðrir í stjórn kosnir af nemend-
um: Sonja Hansen, Arnar Einarsson,
Helgafellsbraut, og Kristmann
Karlsson.
Vorsýning skólans fór fram sem
áður, að þessu sinni sunnudaginn 7.
maí. Sýning þessi var skipulögð á
svipaða hátt og árið áður og greint
er frá í skýrslu um skólann og birt
í Bliki 1960. Auk þess sem þar er
greint frá um deildir sýningarinnar
og muni, var nú sýnt skeljasafn
skólans. Sú sýning virtist vekja ó-
skipta athygli sýningargesta, sem
voru mjög margir allan sýningar-
daginn. Aðgangseyrir að sýningunni
var 5 kr. fyrir börn og 15 kr. fyrir
fullorðna.
Tekjur af sýningunni urðu kr.
10500,00. sem runnu allar til Byggð-
arsafns bæjarins. Keypt voru mál-
verk af Engilbert Gíslasyni fyrir
peninga þessa, og verða þau til sýnis
aimenningi nú í vor. Hefur þá sýn-
ing skólans aflað tekna alls kr.
31500,00 á s.l. 4 árum. Af þessum
tekjum hafa kr. 27500 runnið til
Byggðarsafnsins og verið notaðir til
þess að greiða band á Eyjablöð og
-bæklinga og svo til að greiða and-
virði málverka, sem Engilbert Gísla-
son, listmálari, hefur málað fyrir
Byggðarsafnið undanfarin 4 ár.
Um uppsögn gagnfræðadeildar
vísast að öðru leyti til Bliks 1961,
bls. 211.
Vestmannaeyjum, okt. 1961.
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
SPAVG
„Hundalæknir" (hundahreinsun-
armaður) í Eyjum skrifaði eitt sinn
svohljóðandi auglýsingu og festi á
vegg Landakirkju fyrir messutíma:
„Hér með tilkynnist öllum
hundaeigendum, að þeir verða
hreinsaðir þann 10. okt. að Kirkju-
bóli og eru allir stranglega áminnt-
ir að koma."
Það var á ylríkum, sólbjörtum
vordegi eftir skúrasama nótt. Upp
með taðköggli, sem lá á jörðinni,
gægðist ánamaðkur. Hann teygði
sig upp og lét sólina skína á sig.
Eftir andartak tók hann að líta í
kringum sig. Kom hann þá auga
á annan orm, sem líka virtist teygja
endann upp í sólskinið hinumegin
við taðköggulinn, Ur þessu varð ást
við fyrsm sýn.
„En hvað vorloftið er hressandi,"
sagði hinn fyrrnefndi, „ég var alveg
að kafna niðri í holunni minni, sem
fylltist af vatni í nótt. Það er svo
dásamlegt að fá frískt loft og dá-
lítinn yl af sólinni. Eg finn unað
lífsins streyma um mig allan. —
O, kæra ungfrú, unaðsfagra meyja,
viltu ekki verða konan mín?"
En ungfrúin var ekki tilkippileg.
Hún reigði sig alla og hreytti út
úr sér: „Þegiðu, asinn þinn, ég er
hinn endinn á sjálfum þér."