Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 35
B L I K
33
70.” Er þessa getið vegna þess,
að síðar kemur vinnumaðurinn
á Gjábakka verulega við sögu
lestrarfélagsins.
Árið 1870 gekk fyrsta konan
í félagið, Margrét Jónsdóttir í
Nýjakastala. —
Hvað mundi nú hafa verið
eftirsóttasta lesefnið í fiski-
þorpinu Vestmannaeyjum um
og eftir miðja 19. öld?
Sú fræga bók Þúsund og ein
nótt mun eftir allnána at'hugun
hafa metið. Kannski hafa hinir
fátæku fiskimenrx og bændur
gleymt um stund eigin örbirgð,
ei‘ þeir sökktu sér niður í frá-
sagnirnar um töfraheima Aust-
urlanda. Raunar voru mennta-
mennirnir eigi síður hrifnir af
þessum sögum. Þorst. læknir og
séra Brynjólfur lásu þær ár eft-
ir ár. Og svo segir Gísli Brynj-
ólfsson í dagbók sinni í Höfn:
:>Lesið Þúsund og ein nótt, mik-
Jó og óþrjótandi ímyndunarafl
°g ótæmandi sögubrunnur er í
þessum serknesku frásögnum.“
Nú er fullorðið fólk hætt að
lesa Þúsund og eina nótt, Svona
hefur rómantíkinni farið aftur.
Þá koma íslendingasögurnar
usestar, þjóðsögur, sem raunar
voru fáar til á prenti, Noregs-
konungasögur, Jómsvíkinga-
saga, Pæreyingasaga (1832),
lrijög vinsæl og Biskupasögur.
Af íslenzkum skáldsögum var
varla um aðrar að ræða en Pilt
°S stúlku (1867) og Heljarslóð-
arorrustu Gröndals. En ein er
sú skáldsaga þýdd, sem aldrei
stendur í skáp: Felsenborgar-
sögur (Ak. 1854). Nú lítur eng-
inn við þeirri bók, og er raunar
án skaða. Ný Félagsrit voru
talsvert lesin, Skírnir og Gestur
Vestfirðingur. Öll rit um þjóð-
leg fræði voru eftirsótt. Ridd-
arasögur voru og mjög vinsæl-
ar. Hinsvegar virðast rímur
aldrei hafa verið hátt skrifaðar
í Eyjum eftir útlánaskrá að
dæma. Danskar bækur voru
mikið lesnar sem fyrr segir, svo
sem Thiers, Verdens Hist., Riis-
es Archiv, Blic'hers Noveller.
Skáldsögurnar Söoffiseren og
Taarnet ved Dardanella voru
yfirburða vinsælar.
•
Eftir ellefu ára dvöl í Eyjum
er svo komið, að hið mikilvirka
yfirvald Eyjaskeggja flytur
þaðan búferlum. Bjarni sýslu-
maður hefur fengið veitingu
fyrir HúnavatnSsýslu. Honum
var veitt sýslan 24. júlí 1871,
en hann fluttist ekki norður
fyrr en næsta vor. Sá bú-
ferlaflutningur mundi þykja all-
sögulegur nú á tímum. Eiríkur
á Brúnum, sá seinna þjóðkunni
maður, flutti sýslumanninn og
f jölskyldu hans að Klausturhól-
um í Grímsnesi. Þangað kom
svo Erlendur í Tungunesi til
móts við hann, ásamt fleiri
bændum, og var nú haldið norð-
ur Kaldadal. Þá lá leiðin norður