Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 248
246
B L I K
Suðurlandi þó nokkurt fé á fæti
til Vestmannaeyja og seldu
kjötið Isfélaginu á 96 aura 1.
flokks og 88 aura 2. flokks
kjöt.
Eftir tillögu Kristmanns Þor-
kelssonar, afgreiðslumanns Is-
félagsins, var syðsti klefinn í
íshúsinu gerður að búð. Áður
var búðin í eilitlu herbergi ná-
lægt miðju húsi. Klefi þessi var
í suðausturhorni íshússins suð-
ur við Strandveg. Þar var sett-
ur á gluggi og búðardyr 1929.
(Sjá Blik 1961, bis. 89).
Eftir að flutt var í nýju búð-
ina, gafst kostur á að hafa þar
fjölbreytilegri kjötvörur en Is-
félagið 'hafði áður verzlað með,
svo sem pylsur, rúllupylsur,
kæfu o. fl.
Haustið 1929 'höfðaði Isfélagið
mál á Óskar Halldórsson, út-
gerðarmann, fyrir meint svik í
viðskiptum varðandi síldarkaup.
I byrjun janúar 1930 lágu
loks fyrir endurskoðaðir reikn-
ingar Isfélagsins fyrir árin
1927 og 1928. Var þá þegar boð-
að til aðalfundar og hann hald-
inn 7. jan. Hluthafar fengu 6%
arð árið 1927 og 8% 1928.
Stjómin afskrifar gamlar skuld-
ir samkvæmt áliti endurskoð-
enda, alls kr. 11.480,00, sem
áleizt tapað fé. Skyldu þær af-
skriftir skulda skiptast niður á
þrjú næstu árin.
Eftir aðalfundinn í jan. 1930
skipa þessir menn stjóm Is-
félagsins:
Ólafur Auðunsson, sem varð
formaður framvegis, Jón Ólafs-
son, útgerðarmaður á Hólmi,
varaformaður, Magnús Guð-
mundsson bóndi á Vesturhús-
um, Gísli Magnússon útgerðar-
maður í Skáiholti og Árni
Filippusson, gjaldkeri, sem allt-
af áður.
I byrjun marzmánaðar 1930
tilkynnti Kristmann Þorkelsson
stjóminni, að ekki væri nema
svo sem vikuforði eftir af síld
í íshúsinu. Beituneyzlan var
þá meiri en dæmi vom til áður
eða allt að 200 kg á bát í róðri.
Þá var gripið til skömmtunar á
síld og fékk hver bátur, sem
var 10 smálestir og stærri, að-
eins 100 kg. í róður hvern og
minni bátar 80 kg. Bjóðamenn,
sem enn vom algengir þá í Eyj-
um, fengu 5 kg. síldar í róður.
Opnir bátar, trillubátar, fengu
25 kg. Auðvitað var beitu-
skömmtunin óvinsæl með sjó-
mönnum, og fékk stjórn Isfé-
lagsins oft hnjóðsyrði sökum
hennar og þó líklega meira last
á bak en brjóst, því að sjómenn
og ýmsir útgerðarmenn gerðu
sér ekki fulla grein fyrir þeim
erfiðleikum, sem stjómin átti
við að etja um útvegun síldar
og svo að hafa ávallt nægar
birgðir í íshúsinu, hvernig sem
allt gekk. Væm birgðirnar allt-
of miklar, þegar loðnan tók að