Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 97
B L I K
95
an styrk fékk skólinn það ár
sökum þess, hve seint var um
hann sótt.
Jón Thorsteinsen gaf ekki
kost á sér til kennslustarfa
nema þetta eina ár. I lok skóla-
ársins fékk hann greitt kaupið
sitt í verzlun J. P. T. Bryde og
þar að auki kr. 20,00 í ferða-
styrk.
Ég birti hér stuttan reikning
frá verzluninni til þess að gefa
lesendum gleggri hugmynd um
verzlunarhættina á þessum ár-
um í Eyjum. Þannig munu þeir
hafa verið allt frá upphafi ein-
okunarinnar og voru þannig til
enda tímabils dönsku selstöðu-
kaupmannanna. Greiðslur inn á
reikninginn munu að mestu
leyti vera skólagjöld, sem feður
greiða fyrir böm sín.
,-Reikningur Barnaskólans í V.
ö. Prá J. P. T. Bryde verzlan
Westmannaeyia.
1886 Úttekið Kr. aur.
Ja«- 2. 8 pd. þakjárn 1/60 1,60
Febr. 19. 9 pt steinolía 0/18 1,62
~~ 25. Til Sig. snikkara
fyrir að smyrja tré 3,00
Til Séra Stephans
Thordersens 45,00
28. Til Jóns Thor-
steinsens 280,00
— Til Gísla Steph-
anssonar 20,00
Til Jóns Thorstein-
sens fyrir bækur 2,40
Til Jóns Thorstein-
sens ferðakostnaður 20,00
Mismunur 139,88
Kr. 513,50
1886 Innlátið Kr. aur
Til ágóða frá f. ári 397,50
Febr. 24. Frá Pétri Þorlaug-
argerði 5,00
— 25. Frá Sigurði Boston 15,00
— 27. Frá Jóni beyki 5,00
Guðríði Helgad. 2,00
Marz 31. Frá Ingimundi
Gjábakka 6,00
Frá Einari Sveinss. 3,00
Frá Ólafi Litlakoti 25,00
Frá sýslumanni M.
Aagaard 25,00
Frá Magnúsi Gíslas. 15,00
Frá Lárusi á Búast. 15,00
Kr. 513,50
Til góða 139,88
2/4 ’86
Helgi Jónsson."
Á fundi sýslunefndar Vest-
mannaeyja 30. maí 1886 skýrði
Stefán Thordðrsen, formaður
skólanefndar, sýslunefndinni
frá því, að maður nokkur, sem
hann kvaðst ekki nefna að svo
stöddu, gæfi kost á sér í
kennslustarfið næsta skólaár
(1886—1887). Taldi prestur
mann þennan vel hæfan til að
kenna börnum. Kaupkröfur
þessa manns voru kr. 50,00 á
mánuði. Sýslunefndin treysti
svo vel dómgreind og orðum
prestsins, að hún samþykkti
ráðningu mannsins í kennara-
stöðuna og fól skólanefndinni
að ganga að öðm leyti frá ráðn-
ingu kennarans. Maður þessi
reyndist vera Árni Filippusson,
„umgangskennari" úr Holtum
í Rangárvallasýslu, þrítugur að
aldri.