Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 203
B L I K
201
á ýmsan hátt. Sumir fóru í bíó.
Aðrir fengu sér leigubíl til að
skoða bæinn. Tveir drengjanna
höfðu lengi haft bréfaskipti við
tvær Akureyrarhnátur og tóku
nú að leita þær uppi. Eitthvað
hafði vaknað í brjósti þeirra.
Sumir ráfuðu um götur í er-
indisleysu, létu sér leiðast og
leituðu brátt í vistarverur skól-
ans, þar sem fararstjórar gættu
húsa og biðu hópsins. Sigur-
steinn og Bjartur þraukuðu
lengst úti, því að þeir höfðu
fundið ....
Allir voru komnir í svefnpok-
ana kl. 12 á lágnætti. En þá tók
skrafið við. Hlátur og sköll bár-
ust að eyrum okkar drengjanna
frá stúlkunum hinumegin við
þilið. Ekki róaði það okkur.
Skólastjóri fór því á stúfana og
hastaði á hefðarmeyjarnar sín-
ar, svo að þar datt allt í dúna-
logn. Þá voru það við, skraf-
skjóður sterka kynsins, sem
vorum í uppnámi og ekki vild-
um þegja. Ljós voru slökkt, en
hlegið og pískrað í myrkrinu.
Þá tók skólastjóri til sinna
ráða. Þar lék hann rullu, sem
okkur þótti kynleg. Þegjandi
eins og vofa í 'hálfrökkrinu
settist hann á stól á miðju gólfi.
Þar beið hann þagnarinnar, sem
ekki lét lengi á sér standa, svo
að allir voru brátt í fastasvefni.
Næsta dag snæddum við há-
degisverð á Hótel KEA okkur
til mikillar ánægju. Öll vorum
við þar nema Gauti og Vem-
harður, sem voru að flytja til-
beiðendum atómveldisins í
austri „fagnaðarboðskap" ungra
Eyverja og höfðu því ekki tóm
til að snæða á settum tíma.
Upp úr hádegi var svo ekið
af stað austur að Mývatni.
Rigning var og rosaveður, og
urðum við því að una okkur í
bifreiðinni, 38 að tölu. Á Hótel
KEA hittum við gamla vinkonu
okkar og skólasystur, Svanhildi
Sigurðardóttur útgerðarmanns
Þórðarsonar. Hún var þá að
hætta vinnu þann dag. Við buð-
um henni í förina með okkur að
Mývatni. Hún var 38. Eyja-
skegginn í bifreiðinni. Við
reyndum að skemmta okkur eft-
ir beztu getu, þó að veðrið væri
leiðinlegt, rigning á láglendi og
snjóslydda á Vaðlaheiði. Kímni-
sögur voru sagðar, brandarar
fuku, og svo var sungið og hleg-
ið eins og vera ber, þar sem við
unga fólkið erum á ferðinni. Ef
til vill var hann yngstur sá
elzti í bílnum. Þegar við höfð-
um kvatt Vaglaskóg, sagði
Þorsteinn okkur ástarævintýri,
sem hann hafði eitt sinn lent
þar í. Hann var þar á ferð með
ungu fólki á duggarabandsárum
sínum. Þar voru í hópi ungar
og laglegar stúlkur. Ein bar þó
af, fannst honum. — Nú fórum
við að verða heldur betur
spennt og forvitin, en skóla-
stjóri dró allt á langinn, var