Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 338
336
B L I K
inn í vöggunni og flengdu hann
miskunnarlaust lengi, unz álfkonan
kom inn meS reifabarn á hand-
leggnum, þeytti því í vögguna, en
þreif karl sinn þaðan og sagði með
þjósti miklum við húsfreyjuna:
„Olíkt höfumst við að. Eg þjóna
barni þínu, en þú lemur bónda
minn"! Þar með rauk hún á dyr,
en barn sitt fékk húsfreyjan heilt
og óbrjálað. — Já, þau léku vel,
skólabörnin, t. d. Isleifur Högnason,
fylliraftinn, sem alltaf bað um
„eina pínu fyrir hana Bínu," þ. e.
meira vín af húsbóndanum.
Umrætt leikrit, „Skyggnu aug-
un" var sýnt 1908—09. Fyrst var
það sýnt í Tangahúsinu, því að
sennilega hefir Gúttó verið upptek-
ið, en síðar eða 1909 snemma árs
var það sýnt í Gúttó. Með aðal-
hlutverkin fóru eftirtaldir nemend-
ur:
Georg Gíslason, Stakkagerði, lék
húsbóndann.
Haraldur Eiríksson, Yegamótum,
son hans.
Arni Olafsson, Löndum, annan son
hans.
Guðjón Helgason, Dalbæ, prestinn.
Isleifur Högnason, Baldurshaga,
fylliraftinn föður Bínu.
Kristrún Gísladóttir, Stakkagerði,
Bínu.
Sólveig Jesdóttir, Hóli, húsfreyjuna,
konu húsbóndans.
Lárus G. Arnason, Búastöðum, um-
skiptinginn.
Guðbjörg Þórðardóttir, Dal, álf-
konuna — drottninguna.
Jónína Jónasdóttir, Dal, (frá Hellu-
vaði), ráðkænu konuna.
Kjartan Olafss., Miðhúsum, vinnu-
mann.
Helga Finnsdóttir, vinnukonu.
Auk þessara var fjöldi af álfum,
sem börn úr öllum bekkjum skól-
ans léku þarna með dansi og söng.
Þegar Jónína frá Helluvaði fór
héðan, tók Ingibjörg Bjarnadóttir í
Hlaðbæ við hlutverki hennar. Ein-
hver krakkanna fór að yrkja um
suma leikendurna, en þar var þetta:
Sankti Pétur og Helga skrína,
Halli gálausi og hún Bína,
Gaui litli og hún Solla,
Kjartan stóri og Imba bolla . . .
Milli þátta lásu sumir krakkarnir
upp kvæði ýmislegs efnis. Þetta
þótti glæsileg skemmtun, enda var
vel til hennar vandað á allan hátt.
Mikill söngur var í leikritinu og
álfar margir, sem klæddust skraut-
legum klæðum og svifu um sviðið
með mjúklegum hreyfingum.
Mér finnst furðulegt, að Ieikrit
þetta skuli ekki hafa verið sýnt
hér síðan, utan árið 1926, að kven-
fél. Líkn sýndi hér lítinn hluta af
því sem skrautsýningu (Tableau).
Manni virðist þó, að það væri til-
valið verkefni annaðhvort fyrir
barnaskólann og þó alveg sérstak-
lega fyrir Gagnfræðaskólann.
Mundi sýning leikrits þessa efalaust
verða unglingum og börnum kær-
komið og heppilegt efni til dreif-
ingar á frístundum.