Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 197
B L I K
195
allt rétt. Hún hafði ekki séð
hálsbindin fyrr, en hún sá samt,
frá hverjum þau voru. Bjöm
kom nú með kassa með mörg-
um ljósmyndum. Þetta voru
fjölskyldumyndir og af kunn-
ingjum okkar. Þorbjörg þekkti
örfáar af þeim. Björn bað hana
að sýna sér mynd af æskuvini
sínum, segja sér nafn hans og
hvernig andlát hans hefði borið
að. Þorbjörg var treg til þess,
en ætlaði þó að reyna það. Eftir
góða stund sagði hún: „Ég sé
skip, sem er að farast, og vin-
ur þinn hefur farizt með því.
Ég sé hann, og það rennur sjór
úr fötum hans.“ Síðan tók hún
hiklaust mynd af honum úr
kassanum og rétti Birni hana.
Að lítilli stundu liðinni sagði
hún nafn hans rétt.
1 fyrri heimsstyrjöldinni, réði
þessi maður sig á millilanda-
skip. Það kom ekki fram, og
ekkert fréttist um afdrif þess.
Á þessari siglingaleið skutu
Þjóðverjar niður mörg skip,
sem aldrei spurðist til. Björn
bað Þorbjörgu að sýna sér aðra
mynd af manni, sem átti heim-
ili hjá foreldrum hans, þegar
hann lézt. Hún tók rétta mynd
og sagði, að þessi maður hefði
dáið voveiflega. Hún lýsti mjög
vel umhverfinu, þar sem maður-
inn hafði fundizt látinn. Hún
nefndi síðan nafn hans og var
það líka rétt. Þessa menn hafði
Þorbjörg aldrei séð. Þeir voru
báðir dánir löngu áður en hún
fluttist til Eyja.
Þorbjörg sagði fyrir gesta-
komur og gekk það venjulega
eftir. Ef hún fór að heiman og
einhver kom á meðan hún var
fjarrverandi, kom það stundum
fyrir, að 'hún lýsti komumönn-
um. Ég skal nú víkja að því.
Síðara sumarið, sem Þorbjörg
átti heima héma í húsinu, fór
hún einn daginn upp að Há-
garði. Hún átti erindi við Sol-
veigu tengdamóður sína, og
gerði ráð fyrir að dveljast þar
fram eftir deginum. Um þrjú
leytið kom Theódór maður
hennar með gesti, sem hann
hafði boðið heim með sér í
kaffi. Hann spurði eftir Þor-
björgu, en ég sagði honum, hvar
hún væri stödd. Enginn sími
var þá í húsinu. Hann ætlaði
að skreppa uppeftir og sækja
hana. Gestirnir, sem komu með
skipi til Eyja þennan dag, og
ætluðu ekki að hafa neina við-
dvöl hér, vildu ekki bíða, svo að
þeir yrðu ekki strandaglópar.
Þeir fóru aftur með Theódóri.
Þegar Þorbjörg kom heim, sagði
hún: Nú hefur Theódór komið
með gesti heim með sér. Hann
hefur farið með þá upp á loft,
en þeir hafa verið á hraðri ferð
og ekkert staðið við. Annar er
hár og grannur, klæddur í ljós
föt, úr efni sem kallað er „salt
og pipar“, sá, sem með honum
var, er meðalmaður á hæð,
L