Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 215
B L I K
213
Reykjavík færðist stöðugt nær
og nær.
Hafþór Guðjónsson,
2. bekk C.
=5KS=
Bernskuminning
Þegar ég var lítil, fór ég á
hverju sumri norður í land með
mömmu minni, en hún er fædd
og alin upp á Grjótnesi á Mel-
rakkasléttu.
Þegar þetta, sem hér fer á
eftir, gerðist, var ég svona á
að gizka 4 ára gömul.
Á Grjótnesi er tvíbýli, og
amma mín bjó á öðrum bæn-
um en bróðir hennar á hinum.
Á bænum, sem ég dvaldist á,
voru mörg húsdýr eins og ger-
ist og gengur í sveit. Þar var
köttur, sem kominn var að því
að gjóta.
Á hinum bænum var frænka
mín, sem heitir Jóhanna. Hún
var eini krakkinn á þeim bæ,
en við Sunna systir mín einu
krakkarnir hjá ömmu.
Nú höfðum við frænkurnar
fengið heit um það, að fá að
eiga sinn kettlinginn hver okkar,
yrðu þeir svo margir hjá kisu.
— Loksins gaut kisa, og hún
eignaðist þrjá kettlinga, ein-
mitt jafnmarga og við vorum
frænkurnar.
Með því að ég var yngst, átti
ég að velja mér fyrst kettling.
Ég valdi þann, sem mér leizt
bezt á. Seinna kom í ljós, að
hann var eina læðan.
Svo vildum við fá að skíra
kettlingana, og ég man, að ég
kallaði minn kettling Smára
fyrst í stað, en þegar ljóst varð,
að þetta var læða, skipti ég um
nafn á honum og kallaði hann
Loppu. Auðvitað hafði ég enga
hugmynd um, að lappimar á
köttum heita loppur. Ég hafði
bara einhverntíma 'heyrt þetta
orð og mér fannst það ágætt
nafn á kött. Einhvern veginn
varð ég þess áskynja, að full-
orðna fólkinu fannst þetta nafn
ekki svo vitlaust.
Ekki fannst okkur það nóg
að hafa skírt þá. Við þurftum
að fá að halda á þeim líka. Þeg-
ar við höfðum 'haldið á þeim
irm stund, létu þær Sunna og
Jóhanna sína kettlinga í kass-
ann hjá kisu, en engin leið var
til þess að fá mig til þess að
sleppa mínum.
Allt í einu hoppar gamla kisa
upp úr kassanum, labbar til
mín, bítur í hnakkadrambið á
Loppu og labbar með hana í
kassann. Ég sat eftir á gólfinu
hálfskelkuð og starði á katta-
mömmu. Mér er það minnis-
stæðast, hvað mér fannst kött-
urinn fara skelfilega illa með
barnið sitt, að bíta svona í það.
Ekki vildi ég, að mamma mín
biti mig svona, hugsaði ég. En
svo var mér bent á, að veslings