Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 198
196
B L I K
klæddur í dökk föt. Þetta voru
ókunnir menn, sem ég þekkti
ekki. Mér fannst þetta góð lýs-
ing á gestunum, en datt í hug,
hvort verið gæti, að Þorbjörg
hefði séð þá eða frétt af þeim.
Ég fékk örugga heimild fyrir
því, að svo var ekki. Hún lýsti
þessu alveg rétt.
Nú kem ég að því, sem ég tel
merkilegast af öllu, sem fyrir
Þorbjörgu bar, meðan hún átti
heima hérna í húsinu.
Theódór Jónsson keypti hús-
eignina Sólberg af Halldóri
Guðjónssyni kennara. Þorbjörg
var ánægð með það. Hún von-
aði, að f jölskyldan gæti eignast
þar gott framtíðarheimili. Þeg-
ar hún fór vestur í bæ að skoða
húsið, var Theódór að vinna við
skrifstofustörf og gat ekki
komið með henni. Hún fór ein
og ætlaði að athuga það, sem
kynni að þurfa lagfæringar við,
áður en þau flyttu í íbúðina.
Þorbjörg leit inn til mín, þegar
hún kom heim aftur. Ég á, að
henni var mikið brugðið, hún
var svo hrygg, að hún tárfelldi.
Þá sagði hún mér, hvað fyrir
sig hefði borið. Hún leit á hús-
ið eins og ráðgert var, en ætlaði
svo að athuga það nánar. Þá sá
hún, að húsið fylltist af grárri
þoku, kaldri og þungri, og síðan
lagðist hálfgert myrkur yfir
það. Henni leið illa, varð þreytt
og slöpp, eins og hún væri veik.
Eftir lítinn tíma leið þetta frá
og hún jafnaði sig aftur. Nú
fannst henni hún ekki geta ver-
ið þarna lengur. Hún ætlaði
heim, gekk að útidyrahurðinni
og opnaði hana. Þá sá hún lík-
kistu beint fyrir framan dymar.
Henni varð mikið um þessa sýn.
Hún sá sjálfa sig liggja í kist-
unni sveipaða hvítum líkklæð-
um. Og hún sá líka, að kistan
hafði ekki verið borin út um
dymar. Hún hafði verið borin
frá sjúkrahúsinu. Þarna var
fólk, sem stóð umhverfis kist-
una. Hún þekkti mann sinn og
tengdafólk. Þar var líka fólk,
sem 'hún þekkti ekki. Hún sá
kirkjugarðinn, og gat séð yfir
öll leiðin, þarna sem hún stóð
í dymnum. Hún hugði vandlega
að því, sá greinilega, að engin
ný gröf hafði verið tekin þar.
Þá vissi hún, að kistan átti ekki
að jarðsetjast í Landakirkju-
garði. Svo sá hún; að farið var
með kistuna niður í bæ, og um
leið fannst henni, að hún ætti
að fara á einhvern stað langt í
burtu. Svo hvarf þessi sýn. —
Þorbjörg sagðist ekki eiga langt
eftir ólifað. Hún yrði flutt í
líkkistu frá Sólbergi. Hinzta
hvílurúmið mundi ekki verða í
Landakirkjugarði, heldur ein-
hversstaðar á fjarlægum stað.
Eftir þetta var eins og öll
ánægja hennar yfir að flytja í
sitt eigið hús væri horfin. Dul-
inn kvíði yfir því, sem framtíðin
kynni að bera í skauti sínu,