Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 208
206
B L I K
Stálbáfar - trébátar
Þetta átti sér stað kvöld eitt,
þegar ég var að labba með
strák og stelpu. Leiðin lá niður
á Skanz. Þar átti víst að skoða
fornfræga staði. Það hét svo,
en ég var nú eldri en tvævetur
og vissi því, að það var ekki
ætlunin. Hún var allt önnur
hjá þessum ungu skötuhjúum.
Allt í einu heyrði ég hljóð,
sem mér fannst mest líkjast
barnsgráti. Fyrst hélt ég, að
þetta væri útburðarvæl, en svo
reyndist ekki vera. Þetta var
bara gaul í ósköp venjulegum
togara. Ég fór að líta í kring-
um mig og sá togara stefna til
lands. Ég hugsaði með mér:
„Hann er sennilega með bilað-
an rjómaþeytara.“ En þegar ég
sá, að það var bara venjulegur
16 ára drengur við stýrið, hélt
ég, að hann langaði að fara í
bíó og væri nú á leiðinni þang-
að. Það reyndist þó ekki svo.
Drengurinn vildi komast heim
flugleiðis og stýrði þess vegna
togaranum í strand við hafn-
argarðinn. En þetta varð dýrt
spaug, því að allar brennivins-
flöskurnar, sem voru frammi í,
brotnuðu mélinu smærra, og
brennivínið flaut um alla höfn.
Það var ástæðan til þess, hversu
margir stungu sér í sjóinn þetta
kvöld og þar með var lögreglan.
En þegar hér var komið sögu,
hafði flykkzt svo mikið af for-
vitnu fólki á Skanzinn, að það
varð ekkert úr neinu hjá hjú-
unum.
Daginn eftir fór ég niður á
Skanz til þess að kynna mér,
hvernig togaranum liði. Þar
kom þá útgerðarmaður aðvíf-
andi og sagði: „Jæja, drengir
mínir, þarna sjáið þið, hvað
stálbátarnir eru miklu sterkari
en trébátarnir. Hvar haldið þið,
að brakið úr trébát væri núna,
ef hann hefði þannig rekið nef-
ið í hafnargarðinn?“ „Já, það
get ég sagt þér,“ sagði ég, ,,í
kjallaranum hennar G. Hún
safnar nefnilega eldiviði og læt-
ur í kjallarann sinn.“
Þetta líkaði karh vel vegna
þess, að hann á stálbát.
Jón Sighvatsson,
3. b. bóknáms.
Minkaveiðar
Þessi atburður gerðist sum-
arið 1960, sólríkan dag nokkurn
í Gaulverjabæjarhreppi, þar
sem ég var í sveit. — Við vor-
um að girða umhverfis rófu-
garðinn. Þá heyrði ég allt í einu
hundgá og sá, að tíkin á bæn-
um var að grafa í hól þar
skamrnt frá. — Ég kallaði í
bóndann og benti honum á
þetta. Hann greip andann á
lofti, því að hann bjóst við, að
þarna væri minkagreni. Þá var
það tekjulind, því að hann vissi