Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 18
16
B L I K
an. Jafnan voru nægar birgðir
af söltuðum fugli. Fýlasúpan
þótti herramannsmatur. Varla
er hægt að nefna kaup vinnu-
hjúa. Þau voru ánægð, ef mat-
arvist var góð og þau fengu
nægilegt fata til að skýla nekt
sinni.
Það gat brugðizt til beggja
vona um sjávaraflann; ávöxtur
jarðarinnar var árvissari. Heim-
ilin voru tæpt hundrað og
helmingur þeirra hafði jarðar-
afnot, en flestar voru jarðirnar
litlar. Vegna landþrengsla varð
að kaupa ýmsa búvöru af landi,
t. d. mikið smjör. Þá eyddist
mjög grassvörður vegna torf-
skurðar. Bæði var það, að torf
þurfti til eldsneytis og á hús-
þök. Hinsvegar voru hér hey-
hlöður. Torf var því títt keypt
af landi, og „ekki gefið eyjabú-
um', segir séra Jón. Landvörur
voru oft greiddar með fugli og
skreið. Þá segir séra Brynjólfur
Jónsson í hinni merku Vestm,-
eyja-lýsingu sinni, að vöntun á
áburði sé tilfinnanleg vegna
þess, að hann sé tekinn til elds-
neytis. Því þurfi að kaupa kol
til viðbótar.
Vestmannaeyingar munu um
þessar mundir hafa verið á und-
an öðrum landsmönnum í mat-
jurtarækt. Kálgarðar voru hér
hundrað árið 1862. Dönsk merk-
iskona, frú Jóhanna Roed, var
brautryðjandi í garðrækt í Eyj-
um.
Vestmannaeyjar voru þó ver-
stöð fyrst og fremst og flestir
landbændur höfðu líka útveg.
Stutt var á fiskimiðin, sem oft
voru furðu fengsæl, þrátt fyrir
frumstæða veiðiaðferð. Hin
stærri vertíðarskip voru 10—12,
langflest áttæringar, þá nokkur
,,jul“ fjórróin og tveggja-
mannaför.
Eyjamenn sóttu fast sjóinn
og færðu honum líka oft þung-
ar fórnir. Árið 1863 var hér
hæst dánartala á landinu, 5,6
af hundraði. Ægir og ginklof-
inn voru stórhöggvastir. Tala
látinna á aldrinum 15—40 ára
var 31 %; sjómannaekkjur voru
hlutfallslega langflestar í Vest-
mannaeyjum. Til marks um sjó-
sókn má nefna, að jafnan var
róið á sunnudögum, ef fært var,
en það var annars fátítt á þeim
tíma. Þá var siður að messa í
bíti, áður en farið var á sjó.
Þeir sem ekki fóru í kirkju,
ýttu ekki heldur úr vör fyrr en
messu var lokið.
Varla er teljandi, að menn
störfuðu að öðru en útgerð og
búskap, utan verzlunarþjónar,
sem flestir voru danskir. Til
iðnstétta töldust aðeins fimm
menn 1860, 2 beykirar, 1 gull-
smiður, 1 járnsmiður og 1 tré-
smiður.
Fuglaveiðar voru sóttar af
miklu kappi. Veiðiaðferðin var
fljótvirk, en heldur ómannúðleg.
Var fuglinn kræktur út úr hol-