Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 352
350
B L I K
stundi hann þungan og sagði:
„Nú er það svart, maður“.
Síðan sagði hann ekkert góða
stund, en gaf við og við frá sér
eitthvert eymdarvæl, ákaflega
ömurlegt. Loks spurði ég, hvað
væri svona óskaplega svart.
„Allt farið á hausinn. Allt
farið á hvínandi hausinn,“ sagði
hann og stundi þungan yfir for-
gengileika þessa heims. Þá
innti ég hann eftir þvi, hvað
það væri, sem farið væri á haus-
inn. „Nú fyrirtækið, maður,
— Leikhúskettirnir." — „Leik-
húskettirnir, hvað er nú það?“
spurði ég. „Nú auðvitað kettir,
sem leika, maður. Ég þjálfaði
nokkra ketti til að leika“. „Eins-
konar brúðuleikhús ?“ spurði ég,
„eða Andrés Önd.“ — „Já“. —
,,0g hvernig gekk það?“ —
„Það er nú nefnilega það. Ég
las það í amerísku blaði, sem
leiðbeinir um gróðavegi án mik-
illar fyrirhafnar, að kettir
hefðu hæfileika, leikarahæfi-
leika. Það var í þætti, sem
heitir: „Eva svarar bréfum les-
enda.“ í þessum þætti var bréf
frá einhverri kerlingu, líklega
miklum kattavini. Hún spurði,
hvort kettir hefðu hæfileika, og
svaraði Eva henni á þá lund, að
amerískir visindamenn hefðu
sannað, að kettir gætu leikið.
Þá datt mér í hug, að það hlyti
að vera hægt að græða á katta-
leikhúsi. Ég afréð að stofna
kattaleikhús, en til þess þarf
fyrst og fremst ketti og svo
peninga. Ég útvegaði mér því
nokkra ketti, sem voru reyndar
flækingskettir af Heimaey, og
fékk svo mikla peninga hjá
Guðjóni Hyrónímusar að láni,
bannsettum okraranum þeim
arna, þar sem hvorki sparisjóð-
urinn né bankinn vildu lána
peninga í þessa ,,útgerð“. Svo
fékk ég leigt húsnæði hjá
Gu'ggu-Gvendi og byrjaði æf-
ingar, sem gengu að vísu dá-
lítið skrykkjótt, því að þetta
voru allt illa uppaldir flækings-
kettir, nema einir 10, sem ég
fékk úr Dagsbrún. Kattafjand-
arnir voru alltaf jafnlélegir, og
peningamir eyddust jafnt og
þétt. Þess vegna varð ég að
halda sýningu, leiksýningu,
fyrr en skyldi og reyna að
dorga inn dálítið fé af Eyjabú-
um. Leikritið var í rauninni
franskt, og ákaflega lélegt í
fyrstu, en ég hafði fengið and-
ans jöfur Eyjanna, hann Ásta
með 6. skilningarvitið, til þess
að endursegja það og staðsetja.
Svo eignaði ég honum allt leik-
ritið, því að ég hélt, að hann
mundi ,,knúsa“ hjörtu Eyjabúa
og þeir fylla húsið dag eftir dag
af einskærri átthagaást, þó að
ékkert væri annað. En þetta
brást allt saman. Það komu
aðeins nokkrir krakkar og tvær
gamlar kerlingar, sennilega
miklir kattavinir. Það þarf víst
ekki að segja það, að ég stór-