Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 249
B L I K
247
veiðast, mátti búast við stór-
halla á síldarkaupunum o g
rekstrinum í heild Til þessa tók
almenningur ekki tillit eða lítið,
gerði aðeins kröfur, þakkaði lít-
ið, þegar vel gekk, en vanþakk-
aði mikið og með stórum orð-
um, þegar allt gekk ekki að
óskum um þjónustu ísfélagsins
við útgerðina.
Síldarverð þessa vertíð var
'hærra en oftast áður m. a.
vegna þeirra tapa á skuldum,
sem félagið hafði orðið fyrir.
Vlorið 1930 hreyfði formaður-
inn, Ólafur Auðunsson, fyrst því
máli, að stækka þyrfti Isfélags-
húsið sökum síaukinnar útgerð-
ar í Eyjum, þar sem vélbátam-
ir voru nú á vertíð nær 100 og
línulengd fór einnig vaxandi á
hverjum báti, — ef tök ættu að
vera á að fullnægja beituþörf
útvegsins.
I júní 1930 var síðan haldinn
sameiginlegur fundur tveggja
félagsstjórna í bænum, stjórn-
ar ísfélagsins og Útvegsbænda-
félagsins, og þar rætt um fjár-
magnssöfnun til að byggja við
íshúsið. Málsihefjandi var for-
maður ísfélagsins, Ólafur Auð-
unsson. Endalyktir urðu þær,
að stjóm Útvegsbændafélagsins
hét að kalla útgerðarmenn á
fund og fá þá til að fallast á
f járframlög til viðbótarbygging-
ar. Rætt var um, að hver bát-
ur legði fram kr. 250.00 til
stækkunar íshúsinu.
Stjórn ísfélagsins afréð að
byggja álmu vestur af gamla
íshúsinu nyrzt í mörkum, stærð
22x10 m. að flatarmáli. Þetta
hús skyldi byggt úr steinsteypu.
Jafnframt var tekið tilboði
Gísla J. Johnsen um frystivélar
frá Sabroe í Árhúsum, sem selt
hafði fyrstu frystivélarnar í ís-
húsi (1908). Höfðu þær ávallt
reynzt vel.
Þessi nýja viðbygging kost-
aði kr. 44.144,11. Við áramótin
1930—1931 námu víxilskuldir
Isfélagsins kr. 125.672,47 þar
af víxilskuld við Útvegsbankann
kr. 50.947,00 og við Báta-
ábyrgðarfélag Vestmannaeyja
kr. 40.000,00. Á sama tíma
neyddist félagið til að strika
út kr. 10.000,00, gamlar úti-
standandi beituskuldir, sem von-
laust var orðið að fá greiddar.
Var það gert samkv. tillögu
endurskoðenda. Sökum þessara
tapa á gömlum skuldum, sýndu
reikningar Isfélagsins halla á
árinu 1929, og nam hann kr.
4.182,43. Varð því enginn arður
greiddur félagsmönnum eftir
það ár.
Á aðalfundi 12. febrúar 1931
hreyfði Jóhann Þ. Jósefsson ný-
mæli. Hann reifaði það mál,
'hvort ekki væru tök á, að Vest-
mannaeyjabátar, sem stunduðu
síldveiðar fyrir Norðurlandi á
sumrum, seldu Isfélaginu síld,
sem félagið fengi síðan geymda
fyrir norðan þar til eftir síld-