Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 332
330
B L I K
stóra salsins mót vestri. Inn í aðal-
salinn var gengið vestan frá úr for-
stofunni, en úr henni voru einnig
dyr inn í veitingasalinn. Þar var
einnig lítil kompa, þ. e. a. s. í for-
stofunni norðanmegin, sem notuð
var til miðasölu. Syðst í forstofunni
var herbergi, sem notað var fyrir
geymslu á ýmsum munum, sem
húsið átti. Þar voru og á sínum
tíma sýningarvélarnar, er Þorsteinn
Johnson hafði kvikmyndasýningar í
Gúttó, sem ég mun aðeins minnast
á hér á eftir. Innst norðanmegin
í stóra salnum voru dyr upp á
leiksviðið og dyr inn í milliherberg-
iðG
I austurhorni salarins var stór
kolaofn, sem hitaði upp salinn. Var
hann oft vel kyntur og veitti ekki
af, því að yfirleitt var húsið kalt.
Þegar leikið var á hljóðfæri und-
ir sýningum t. d. orgelharmoníum,
sem lengst af var notað, stóð það
norðan megin í salnum eða fyrir
neðan leiksviðið. Síðar stóð svo
slagharpan rétt hjá ofninum vegna
hitans, flutt svo aftur norður að
vegg, þar sem sérstakur klefi var
gerður fyrir hana.
Fortjald leiksviðsins var málað af
Bjarna Björnssyni, leikara, og Karli
Gránz, trésmíðameistara, 1913 —
1914. A því var máluð mjög stór
mynd af Heimakletti og umhverfi,
máluð í steingráum lit. Það var
dregið upp þannig, að það vafðist
um tréás, en var ekki dregið til
hliðar. Hvernig fyrri tjöld í Gúttó
hafa verið, virðist nú enginn muna
lengur. Síðar kom svo fagurrautt
klæðistjald fyrir leiksviðið, sem
dróst upp í fögrum fellingum. Það
var í notkun þar til Gúttó var rifið
1936.
St. Báran lék mikið fyrir og eftir
aldamótin, og voru það helzt ein-
þáttungar, sem hún færði upp með
félagsfólki sínu. Mætti þá minnast
leikþátta sem nefndust „Utidyra-
lykillinn," „Sambýlisfólkið," „Sak-
laus og slægur" eftir Pál Ardal.
„Féleysi og lausafé" eða öðru nafni
„Lifandi húsgögn," „Tveir veitinga-
menn" og „Veitingakonan". Þessi
starfsemi mun hafa farið fram á
árunum 1906 til 1908. Stúkan
hafði ávallt nokkuð af fólki, sem
var vant að leika t. d. Gísla Lárus-
son, Jón Jónsson, Júlíönu Sigurðar-
dótmr, Magnús Guðmundsson og
eflaust m. fl. A þessum árum lék
leikflokkur Eyjanna leikritið
„Neyddur til að giftast," eftir
Moliere. Það var í 3 þáttum.
Nokkru síðar lék flokkurinn „Söng-
konuna", — höfundur ókunnur.
Þarna voru að leik meðal annarra
Guðrún og Edv. Frederiksen, Gísli
Lárusson, Theodóra dóttir hans og
m. fl. Guðrún Frederiksen söng
sérlega vel og var talin syngja hér
kvenna bezt um árabil. Einnig lék
(og leiðbeindi þá) Halldór Gunn-
laugsson læknir, þá nýkominn í
bæinn, Júlíana Sigurðardóttir og
Asdís Gísladóttir, er síðar varð
kona Gísla J. Johnsen, Jóhann Þ.
Jósefsson, Jón Jónsson og Jónína
Jónsdóttir. Árið 1906—07 var líka