Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 148
146
B L I K
ins. Guð almáttugur leggi sína
verndarblessun yfir okkur bæði
á sjó og landi þennan dag og
alla aðra. I Jesúnafni amen.“
Síðan var tekin stefnan suður
í námunda við Hellisey, en
þangað er um stundar róður.
Þar var svo leitað eftir fiski og
á öllu svæðinu suður undir
Súlnasker. Þetta reyndist oft
fiskisælt svæði.
Klukkan að ganga fimm e. h.
var farið að halda heimleiðis,
Væri kula, var hún vel þegin,
svo að hægt væri að létta róð-
urinn heim í vör.
Aflinn á þessu suðursvæði
var að miklu leyti þyrsklingur
og keila. Oft fengust þar einnig
1—2 stórar lúður í róðri. Þær
þóttu góð uppbót.
Þegar lent var og gott var
í sjó, var fiskurinn borinn upp
úr bát í eina hrúgu. Að því
verki loknu, var bátnum brýnt.
Þá drukku menn kaffi, sem
fært var að heiman. Það komu
jafnan krakkar með ásamt
reiðingshesti til þess að flytja
aflann heim á. Því næst var
báturinn settur í naust og bund-
inn. Síðan skipti formaður afl-
anum. Væri skipt í 4 staði,
byrjaði hann á að leggja sam-
an 4 fiska sem jafnasta, þar til
hann var búinn að skipta upp
öllum aflanum í 4 staði. Lúða
var rist í tvennt eftir endilöngu
og síðan hvorum ihelming á
tvennt. Sá, sem dró lúðuna,
fékk hnakkastykkið með hausn-
um. Það var ,,premían“ hans.
Næsta verk var að seila fisk-
inn á þar til gerðar seilanálar,
sem voru venjulega um 20 sm
á lengd með auga í aftari enda
og tvöföldu snæri um 1 m á
lengd. Væri um þorska að ræða,
voru 4 settir á hverja seil og 4
seilar á hest eða alls 16 þorsk-
ar. Það var talinn hæfilegur
hestburður. Oft kom það fyrir
að fara varð tvær ferðir, þegar
vel aflaðist.
Þegar aflinn hafði verið flutt-
ur heim að bæ, var matast. Síð-
an var farið að gera að aflan-
um, sem venjulega var saltaður
í tunnur eða stóra kassa. Allur
smáfiskur var spyrtur og
hengdur upp, — soðfiskur. Þar
með var þessi dagur á enda.
Alla árabáta þeirra Ofan-
byggjara smiðaði Jón Péturs-
son bóndi í Þórlaugargerði.
Hann var einn af þessum eðlis-
fæddu snillingum, sem allt geta
gert. Rátasmíði sína stundaði
hann og framkvæmdi við svo-
kallaða Kattarkletta austast í
túni sínu, þar sem hann hafði
hlaðið axlarháa tóft í kring til
skjóls. Á seinni árum sínum
smíðaði hann þarna líka marga
skjögtbáta, sem svo voru nefnd-
ir, en þeir urðu að fylgja hverj-
um vélbáti, ieins og allir vita,
meðan þeim var lagt við festar
á höfninni.
Fiskurinn var býsna drjúgt