Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 137
B L I K
135
Jón bóndi 1 Skorhaga fóðraði
ferðahestana til vors, því að
fóðurþyngri yrðu þeir eftir slíkt
ferðalag. Þessi skilyrði voru
sama og afsvar, því að hey-
birgðir voru af skornum
skammti í Skorhaga, enda jörð-
in aldrei nein heyskaparjörð, og
sízt á þeim harðindaánnn, sem
iþá steðjuðu að.
I vandræðum sínum leitaði nú
Jón bóndi til Eggerts bónda á
Meðalfelli, sem þá hafði búið
þar í 6 ár. — Jú, öll hjálp, er
hann var maður til að láta í
té, var guðvelkomin, svo sem
efni og aðstaða frekast leyfði.
Eggert Finnsson sótti lækninn
á eigin hestum og flutti inn að
Skorhaga, þar sem gert var að
sárum Einars. Síðan flutti Egg-
ert bóndi Einar með sér suður
að Meðalfelli og annaðist þar
sár hans, þar til 'hann var gró-
inn þeirra. Fyrir læknissóknina
og umönnun sjúklingsins tók
Eggert bóndi enga greiðslu,
fannst ekki taka því af fátæk-
um bónda.
Við þessa frásögn bæta svo
Kjósverjar, sem bezt þekktu
MeðalfellShjónin, þessum orð-
um: Þetta voru í reyndinni ekki
nema venjuleg viðbrögð Með-
alfellshjónanna, þegar veikindi
eða bágar ástæður í einhverri
annarri mynd bar að garði
sveitunganna.
Elín Gísladóttir, kona Egg-
erts bónda, lézt að Meðalfelli
10. júní 1940, og Eggert bóndi
26. jan. 1946. Hjónin eru grafin
að Meðalfelli.
Sólmundur Einarsson frá
Flekkudal orti vísur um Eggert
bónda að honum látnum. Þar er
þetta sagt m. a.:
Eggert dáinn, komið kvöld,
hvílist rótt hjá móður sinni.
Hann var meira en hálfa öld
hér á undan samtíðinni.
Ungur kröpp með auravöld
erlend frceða sótti kynni
til að fœra fósturgjöld
fósturjörð og œttleifðinni.
Lundin virtist vera köld,
var þó hlýr sem harn í sinni.
Æruskyggðan átti skjöld
cesku frá að grafarmynni.
Pétur Pétursson frá Sólheim-
um (1876—1878).
I sögu Búnaðarfélags íslands
er fullyrt, að Pétur Pétursson
hafi stundað nám á Stend í 2
ár. Hinsvegar virðist nafn hans
ekki finnast í skýrslum búnað-
arskólans eftir því sem núver-
andi rektor tjáir mér. I grein,
sem Bjami Jónasson, hrepp-
stjóri í Blöndudalshólum, hef-
ur lánað mér um Pétur Péturs-
son, uppruna hans og störf, er
fullyrt, að hann hafi stundað
nám á Stend. Þess vegna eru
nokkur orð um hann höfð hér
með. I sögu Búnaðarfélagsins