Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 205
B L I K
203
Við stigum naumast út úr
bílnum alla leiðina í kring um
Mývatn, nema hvað við drukk-
um kaffi í Reynihlíð. Vernharð-
ur notaði tækifærið, er við
gengum niður að vatninu,
nokkrir nemendur, og flutti þar
s'tt ,,fagnaðarerindi“, sem við
höfðum svo þrásinnis iheyrt um
veturinn, eftir að hann kom í
skólann úr Reykjavíkurskólan-
um. 1 leiðinni til Akureyrar aft-
ur skoðuðum við Goðafoss. Þar
voru margar myndir teknar.
Við komum til Akureyrar um
kvöldmatarleytið og ókum þeg-
ar að skólanum, þar sem við
gistum. Við máttum verja
kvöldinu að eigin vild. Það þágu
allir með þökkum. Skólastjóri
„gætti bús“ en Vésteinn gerði
við buxumar sínar og saknaði
þá sáran konunnar sinnar
ungu.
Þegar klukkan var 11 um
kvöldið, áttu allir að vera komn-
ir í vistarverur til gistingar í
skólanum. Allir voru þar á slag-
inu nema Bjartur, Óskar og
Sigursteinn. Sumir sögðu, að
þeir mundu hafa hitt „tilskrif-
in“ sín. Skólastjóri fór að
skyggnast um eftir þeim. — Jú,
þeir voru í nánd, en þeim gekk
illa „að losna“. Fast var haldið
í og skólastjóri mun hafa feng-
ið heldur kuldalegt augnatillit
tveggja eða þriggja Akureyrar-
meyja, er hann tilkynnti drengj-
um, að þeim bæri að yfirgefa
yndin sín og ganga þegar til
náða.
Ekki höfðum við fyrr komið
okkur fyrir í bifreiðinni til
heimferðar morguninn eftir, er
Árni og Þórey minntu Þorstein
á, að nú hefði hann heitið því
að láta þau heyra svarið við
bréfi stúlkunnar. Hann gat ekki
neitað því, og við orð sín vildi
hann standa. Hann kvaðst hafa
sent stúlkunni þessa vísu við
ástarjátningu hennar:
Sagt ég gæti sama þér,
svása yndishrundin,
ef ég væri ekki hér
ástarheitum bundin.
„Nú, var það þannig?“ sagði
Þórey. „Varstu kannski á mín-
um aldri þá?“
Hún fékk ekkert svar við
þeirri spumingu. Þá spurði
Árni: „Hver er munur á ástar-
ævintýri og tilfinningaævin-
týri?“ „Því er fljótsvarað,"
sagði Þorsteinn, „næstum ná-
kvæmlega sami munur og á
hlutkenndum og óhlutkenndum
nafnorðum."
Þá þagnaði hinn vísi málfræð-
ingur, Ámi Johnsen, og tók að
velta fyrir sér tilverunni og
bera saman hlutlæg og huglæg
fyrirbrigði.
Við ókum „heim að Hólum“
til að skoða hinn forna og
fræga biskupsstað, Á leiðinni
varð fyrir okkur lækur óbrúað-
ur. Við urðum að stíga út úr