Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 90
88
B L I K
hríð, afréð sýslunefndin að
hafna boði kaupmannsins, enda
talið vafasamt, að Uppsalir
yrðu ódýrari en hið fyrirhug-
aða skólahús, þegar þeir höfðu
verið gerðir nothæfir til skóla-
halds.
Haustið 1881 fól sýslunefnd
aftur séra Brynjólfi Jónssyni
að gera á ný kostnaðaráætlun
um efniskaup í skólabygging-
una. Presti til aðstoðar um á-
ætlunina skyldu þeir vera Sig-
urður Sveinsson í Nýborg, hinn
væntanlegi byggingarmeistari
hússins, og Jósef Valdason,
skipstjóri. Ástæðan fyrir þess-
ari nýju áætlun var sú, að gerð-
ar höfðu verið breytingar á
hugmyndinni um gerð hússins
og stærð. Það skyldi verða 6
álnum (3,8 m) styttra en upp-
haflega var ætlað og 2 álnum
(1,25 m) hærra að veggjum, þ.
e. tveggja ihæða, aðalhæð og ris-
hæð, en án kjallara.
Síðari hluta nóvembermánað-
ar 1881 var síðan efniskaupa-
áætlun þessi lögð fram á fundi
sýslunefndar. Á þeim fundi var
sýslumanninum, oddvita nefnd-
arinnar (M. M. Aagaard), falið
að panta nauðsynlegt efni til
byggingarframkvæmdanna frá
Danmörku. Skyldi hann reyna
að fá mann 1 Kaupmannahöfn
til þess að annast kaup á efn-
inu og sendingu þess til lands-
ins næsta ár.
1 aprílmánuði 1882 kom síðan
hið útlenda byggingarefni í
skólahúsið til Eyja með verzl-
unarskipi. Sýslunefnd fól þá
tveim mönnum að „taka efnið
út“ og bera magn þess saman
við reikninginn. Til þess verks
voru kjömir þeir Þorsteinn
Jónsson alþingismaður , Nýja-
bæ, og Láms Jónsson hrepp-
stjóri á Búastöðum. Þá var
einn,ig kjörin þriggja manna
nefnd til þess að standa fyrir
byggingarframkvæmdum Til
þess trúnaðarstarfs kaus sýslu-
nefndin einum rómi þá Þor-
stein Jónsson, héraðslækni og
oddvita, Þorstein Jónsson, al-
þingismann og hreppstjóra, og
Gísla Stefánsson, verzlunar-
mann í Hlíðarhúsi
Hinu nýja skólahúsi hafði
verið valinn staður skammt
sunnan við þing'húsið, austan-
vert við troðningana eða göt-
una, sem lá úr Sandi í stefnu
á Helgafell og farin var upp
á Gerðisbæi og austur á byggð.
Sá vegur heitir nú Heimagata,
þar sem húsið var byggt. Fyrra
hluta sumars 1882 var leskjað
það kalk, sem kom imi vorið
með verzlunarskipinu frá Dan-
mörku. Brátt kom í ljós, að það
var alltof lítið að magni. Var
því Jósef Valdason skipstjóri
sendur til Reykjavíkur um
hauistið á jakt sinni Josephine
til þess að sækja 25 tunnur af
kalki til viðbótar. Það var
leskjað um haustið.