Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 316
314
B L I K
slíkra brunna í Dölum og Miðhús-
um. Vilpa var hið eiginlega vatns-
ból Eyjanna, a. m. k. íbúa í Aust-
argirðingurmi, Gerðisbæja og fjöl-
xnargra niður í Sandi. Vilpa er
dálítil kvos í túnum Vilborgarstaða.
Rennur í hana vatn frá umliggjandi
túnum, sem öll halla að Vilpu.
Torf- og grjótgarður var hlaðinn
umhverfis hana þannig, að hún var
hringlaga og þvermál 20—25 áln-
ir. Ekkert úrrennsli var á vatnsþró
þessari nema í stærstu leysingum.
Þá rann úr henni til austurs. Þá var
hún svo stór, að allur garðurinn
umhverfis hana var á kafi í vatni.
Þetta þótti að margra áliti óheilsu-
samlegt vatnsból, en hvort óheil-
brigði vatnsins sannaðist nokkurn-
tíma — t. d. er hinir útlendu lækn-
ax voru hér vegna ginklofaveikinn-
ar og svo landlæknir, — veit ég
ekki. En að áliti þeirra var það
býsna sóðalegt vatnsból og talið
geta valdið umræddri veiki og ann-
ari óhollustu.
Eyjamenn lifðu auðvitað mest á
fugli og fiski. Voru allar tekjur
þeirra bundnar við þær veiðar. Að
vísu höfðu bændur nokkur hlunn-
indi af jörðum sínum, en það gat
varla verið um teljandi tekjur að
ræða af búskapnum einum saman.
Bændur áttu þess vegna einhvern
hluta í útgerð og var það annað
aðalbjargræðx þeirra. Hitt var svo
fuglatekjan, sem allir bændur höfðu
af leigumálum sínum á Heimaey og
í úteyjum. Hún gaf vel í aðra hönd,
bæði mat til heimilanna og góða
og útgengilega verzlunarvöru t. d.
egg, fiður og fugl, auk mikils feit-
metis til heimilis Fiður var oftast
í góðu verði t. d. lundafiður og eft-
irsótt verzlunarvara bæði af kaup-
mönnum og svo bændum á megin-
landinu. Kom það sér vel sem
gjaldmiðill fyrir hið dýra landtorf
og aðrar landsafurðir, er bændur
hér og tómthúsmenn urðu að
kaupa. Að sjálfsögðu var aðal gjald-
miðill Eyjamanna fiskiföng og
fugla. — Gat vitanlega brugðið til
beggja vona um þau aflabrögð en
sjaldan hefir hvort tveggja brugðizt
sama árið. Um peninga manna á
niilli var varla að ræða og sá var
hátturinn, að út úr verzlunum fékkst
helzt aldrei peningur. Það virðist
hafa þróazt hið svonefnda milli-
skriftafargan á öllum sviðum. Eitt
var þó, sem Eyjabúar þurftu lítið
að fá að af nauðsynjum. Það var
jarðarávöxtur, sem Madame Roed
var brautryðjandi að í Eyjum. Árið
1860 er talið, að hér hafi verið um
100 kálgarðar. Voru Eyjamenn öðr-
um landsmönnum fremri í kartöflu-
rækt o. fl.
Þótt Eyjamenn þannig legðu af-
urðir sínar inn í verzlanirnar, fengu
þeir sjaldnast greidda peninga, held-
ur í milliskriftum eða með vörum
verzlunarinnar. Manni skilst þess
vegna, að ekki hafi verið mikið um
peninga í umferð milli einstaklinga
og til eyðslu t. d. til skemmtana,
svo sem leiksýninga. Þó hlýmr það
að hafa verið eitthvað örlítið, sem
menn hafa átt í kistuhandraðanum.