Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 105
B L I K
103
sýslumannsins Aagaards gengu
í kvöldskólann hjá Árna. Einn-
ig dætur Gísla Stefánssonar,
Ásdís og Guðbjörg. Þær stund-
uðu nám í unglingaskólanum
tvo vetur, 1887 og 1888. Einnig
stundaði Þórunn Anna Sigurð-
ardóttir í Nýborg nám í ung-
ligaskólanum árið 1887. Þrír
synir Aagaards, Sophus, Gunn-
ar og Otto, stunduðu nám í
einkaskóla Árna veturinn 1889.
Veturinn 1891 hafði Árni 18
nemendur í kvöldskólanum. En
stutt mun sá skóli 'hafa staðið,
því að skólagjöldin námu sam-
tals aðeins 30 krónum.
Hina veturna munu nemend-
ur kvöldskólans hafa verið 9
—12.
Barnaskólinn var í rauninni
þung byrði á sýslusjóði, svo
litlu fé sem þar var úr að spila.
T. d. var greitt úr sjóðnum kr.
190,00 til barnaskólans árið
1891—1892 og nam sú upphæð
45% af heildartekjum sýslu-
sjóðs (Kr. 420,45).
Haustið 1893 tók séra Odd-
geir Guðmundsen, sóknarprest-
ur, að sér kennsluna í skólan-
um. Það haust hófu nám í skól-
anum 20 nemendur í einni deild
sem jafnan áður. Það er á orði
haft, hversu prestur lagði hart
að sér til þess að geta stundað
kennslustörfin. I skólann var
um hálfrar stundar gangur frá
Ofanleiti. 1 skólanum starfaði
hann 4—5 stundir daglega og
átti þá eftir heimgönguna.
Veturinn 1893—1894 ráku
tveir menn saman smábarna-
skóla í Vestmannaeyjum. Þeir
munu hafa kennt á heimilum
manna eða í herbergjum sínum.
Það voru þeir Guðmundur Þor-
bjarnarson, bókbindari (þá titl-
aður svo), síðar kunnur bóndi
á Stóra-Hofi á Rangárvöllum
og félagsmálaforingi Rangæ-
inga á sinni tíð, og Pálmi Guð-
mundsson, tómthúsmaður í
Stíghúsi í Eyjum (áður París,
nú Njarðarstígur 5*).
Veturinn 1894—1895 var
einnig starfandi smábarnaskóli
í Eyjum. Þar var þá smábama-
kennari Eiríkur Hjálmarsson,
verzlunarmaður við Júlíushaab-
verzlunina. Hann rak smá-
barnaskóla sinn á eigin spýtur
eins og Guðmundur og Pálmi
og 'hafði 13 nemendur. Náms-
greinar í skóla Eiríks voru
flestar hinar sömu sem í hin-
um fasta barnaskóla, þ. e. lest-
ur, skrift, kver, biblíusögur og
reikningur. Eiríkur rak skóla
sinn í tómthúsinu Pétursborg,
hinum gamla læknisbústað fyrir
vestan Jómsborg. Pétursborg
var þá að falli komin. Hún fauk
29. des. 1895. Um Pétursborg
segir Sigurður Sigurfinnsson í
,,Fjallkonunni“ 1896: Péturs-
* Pálmi var afi Inga R. skákmeist-
ara.