Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 67
B L I K
65
reisn safnsins og varð aðsókn
allmikil, þótt bókakostur væri
ekki mikill. Eftir fyrsta starfs-
árið sagði Hallgrímur bókav. í
blaðagrein, að safnið hafi nú
haft bústaðaskipti; flutt í Dríf-
andaloftið, og verði þar opin
lesstofa jafnframt útlánum.
Lesstofan verði opin þrisvar í
viku og útlán verði sunnudaga
kl. 9,30—11,30 f.h. og miðv.d.
kl. 4—7. Safnið verði minna í
sniðum en æskilegt væri, en til
þess að gera það stórt og vand-
að á stuttum tíma þyrfti of
fjár. „Hitt er markið, að það
geti sem fyrst orðið fróðleiks-
og menntabúr, geymi það sem
fegurst og spaklegast hefur
verið ritað utan lands og inn-
an.“ Þá segir bókavörðurinn,
að safnið muni ekki viða að sér
öllu því skáldsagnarusli, sem
út er gefið, heldur velja það
bezta. Þá eru notendur hvattir
til að fara vel með bækurnar,
ea á því sé ærinn misbrestur.
Þá segir bókavörður frá
Myndarlegri bókagjöf Sigurðar
Sigurðssonar, lyfsala og skálds
í Arnarholti. Þann 30. nóv.
1925 færði hann safninu 50
bindi bóka um ýmis efni. All-
iöngu síðar segir Hallgrímur í
grein, er hann nefnir „Bóka-
safnið og Sigurður Sigurðsson":
»Eitt augljósasta menningar-
mark hverrar þjóðar er að eiga
§óð bókasöfn. Ef ég væri
spurður, hver væri helzti stuðn-
ingsmaður hvns litla bókasafns,
mundi ég svara: Sigurður Sig-
urðsson, sem auk hinnar stóru
bókagjafar, færði safninu oft
bækur.“
Önnur vegleg gjöf barst safn-
inu 1930, Flateyjarbók ljós-
prentuð; frá Einar Munksgaard,
bókaútgefanda í Khöfn. Var
það fyrsta, en ekki síðasta gjöf-
in frá þeim merka manni. —
Enn má geta þess, að á þessu
árabili voru safninu gefin öll
verk Selmu Lagerlöf í ágætu
bandi. Gefandinn vildi ekki láta
sín getið.
Bókavörður birti skýrslu um
starf safnsins árið 1925 í blað-
inu Skeggja. Lánþegar voru
208. Flest voru lánuð 194 bindi
á dag, fæst 67. Bókaeign mun
hafa verið um 1700 bindi. —
Bókavörður segir, að leiðinlega
margir spyrji ekki um annað
en skáldsagnarusl. Gagnlegt
væri að koma á bókmennta-
kvöldum í húsakynnum safns-
ins. Svo mun þó eigi hafa orðið,
enda ekki hægt um vik í svo
þröngu húsnæði.
Bókakaup 1924—1930 voru
allmikil. Voru keyptar flestar
bækur á íslenzku, sem komu út
þessi ár og nokkuð af eldri
bókum. Ennfremur eignaðist
safnið furðu mikið af bókum á
Norðurlandamálum. Samkvæmt
prentaðri bókaskrá 1930, hafa
verið keypt á þessu tímabili um
150 b. valinna skáldrita á