Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 349
B L I K
347
þarna bar að, flutti farþegana
niður af heiðinni og að hinu
glæsilega raforkuveri í Amar-
firði, Mjólkárvirkjuninni. I von
um einhverja fyrirgreiðslu, t. d.
með ihjálp síma, var knúið dyra
á vistlegu húsi, sem stendur ná-
lægt raforkuverinu. Spurt var
eftir stöðvarstjóranum. í sömu
andrá bar þar að bifreið. IJt úr
henni steig stöðvarstjórinn, sem
ég þóttist kannast við, enda
reyndist hér vera kominn einn
af elztu nemendum mínum í
Gagnfræðaskólanum, 10-ára
gagnfræðingurinn Erlingur
Gissurarson.
Hér verður að gera langt mál
stutt. Erlingur opnaði heimili
sitt fyrir okkur 'hjónunum.
Nemandinn, sem fyrir 10 ár-
um lærði undirstöðu að hirð-
ingu og meðferð aflvéla í kjall-
araherberginu í Goðasteini, var
orðinn stöðvarstjóri orkuvers-
ins mikla, sem veitir öllum
Vestfirðingum ljós og yl.
Bifreiðin bilaða var sótt upp
á heiðina, og hóf Erlingur
stöðvarstjóri þegar viðgerð á
'henni. Virtist sem allt léki í
'höndum hans, en varahluti
þurfti að fá úr Reykjavík, svo
að fullnaðarviðgerð dróst á
langinn.
Þegar við kvöddum heimili
Erlings Gissurarsonar, flaug
mér 1 hug, að ef til vill hefði
honum vaknað áhugi á vélum
við kennsluna í kjallaraher-
berginu heima í Goðasteini fyr-
ir 12 árum og sá neisti, sem
þar glæddist, valdið mestu um,
að Erlingur hélt áfram náminu
og öðlaðist að lokum réttindi
til að fara með þær risavöxnu
vélar, sem stærstar eru allra
aflvéla á Vestfjörðum.
Um leið og þessi fáu orð eru
sögð, viljum við hjónin færa
Erlingi og fjölskyldu 'hans
beztu þakkir okkar fyrir hinar
alúðlegu móttökur og alla fyrir-
greiðslu og hjálp, — fyrir alla
rausn og gestrisni.
ó. J. J.
S P A U G
Á heimili í Eyjum var færeysk
vinnustúlka. Gest bar þar að garði
og var við skál. Tók hann til að
flangsa og glettast við hina fær-
eysku, sem ýtti honum frá sér og
varðist einbeitt og ákveðin, svo að
gesturinn varð að gjalti.
Þá kvað heimilisfaðirinn:
Einar gcstur út á mar
einn á báti réri.
I fárviðri við Færeyjar
fleytan lenti á skeri.
•
HÚNVETNSK EFTIRMÆLI:
Arum saddur seggja um frón,
sæmd með skadda og bramla,
heiminn kvaddi og hreppinn Jón,
húsgangs paddan gamla.