Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 34
32
B L I K
með því að senda því gefins
töluvert af bókum.“ Þá er vert
að minnast þess, að Jón Borg-
firðingur gaf hinu nýja félagi
nokkrar bækur íslenzkar.
Á aðalfundi 1864 skýrði
Bjarni sýslumaður frá því, að
stofnendur félagsins 'hefðu sum-
arið áður sótt um 2—300 rd.
styrk til bókakaupa, félaginu til
eflingar. Næsta ár veitti kirkju-
og kennslumálastjómin 200
ríkisd. til safnsins og em þá
keypt 116 bindi bóka. Flest
vom þau rit á dönsku. Þetta
var félaginu mikill fengur og
flest em þetta merk rit; þ. á m.
er Lovsamling for Island í 12
bindum, nokkur rit um náttúru-
fræði, Beckers Verdenshistorie
í 16 bindum, Thiers Consulatets
og Keiserdömmets Historie í 17
bindum og Riises Arkiv for
Geografi og Historie í 28 b.
Árið 1868 gaf Einar Þórðar-
son, prentsmiðjueigandi í Rvík,
bækur, sem hann prentaði. Hef-
ur þetta trúlega verið gjöf, sem
nokkuð munaði um, því að
sýslumaður birtir í Þjóðólfi, 10.
apríl 1869, svohljóðandi: „Þakk-
arávarp. Fyrir bækur þær, sem
herra Einar Þórðarson, for-
stöðumaður prentsmiðjunnar í
Reykjavík, sendi Lestrarfélagi
Vestmannaeyja á seinastliðnu
sumri, votta ég honum hér með
mitt innilegt þakklæti félagsins
vegna. Vestmannaeyjum í Des.
1868. B. E. Magnússon sýslu-
maður.“
Útlán fyrsta áratuginn voru
frá 70 til 170 á ári, en flest árin
um 150. Fyrstu árin eru lánað-
ar mun fleiri bækur danskar en
íslenzkar, en 1870 verður hlut-
fallið öfugt. Þá fækkar og
dönskum í félaginu að mun.
Hinsvegar lesa innfæddir dönsk-
una engu síður, enda voru Eyj-
arnar hálfdanskt þorp.
Þess er eigi kostur, að greina
frá einstökum félagsmönnum
eða lánþegum, en til gamans má
nefna, að stundum ritar sýslu-
maður fornafn lánþega og auk-
nefni, en ekki föðurnafn, sem
var þó meginreglan. Hann skrif-
ar t. d. Jón ,,bratti“ og Jón
„hái“.# Þorsteinn læknir er oft-
ast titlaður „Dr. Þ. Jónsson“
eða aðeins „Dr. medice“. —
Þorsteinn læknir, séra Brynj-
ólfur og Jón í Gvendarhúsi
voru um ára tugi meðal þeirra,
er mest lásu bækur safnsins.
Þorst. læknir Jónsson gekk í
safnið strax, er hann kom til
Eyja 1865 og var í því unz hann
fluttist til Rvíkur 1906. Kemur
hann mjög við sögu lestrarfé-
lagsins síðar. Árið 1869 skrifar
B. E. M. í aths. við ársreikning:
„I félagið hefur gengið í júní-
mánuði þetta ár vinnumaður
Jósef Valdason Gjábakka og
borgað 32 sk. fyrir árið 1869—
* Jón í Bratta og Jón Æ Háagarði.