Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 217
B L I K
215
hristist það svo. að kanna, sem
full var af kakó, datt um koll
og skvettist þá kakóið yfir tert-
una. Ég fór að háskæla, svo að
fara varð með mig heim.
Þegar heim kom, var pabbi
kominn, og þá gleymdust öll
leiðindi.
Sigurlaug A Ifreðsdó ttir,
2. bekk C.
Gömul sögn
I fyrrasumar var ég í sveit í
Grunnavík í Norður-Isaf jarðar-
sýslu. Sunnudag nokkurn fór
ég til kirkju. Þá tók ég eftir
því, að á kirkjuhurðinni var
hlutur, sem mér þótti eftirtekt-
arverður. Það var ljónshöfuð úr
einhverskonar málmi. IJt úr gin-
inu kom mannshönd, sem hélt
um stóran hring.
Mér var sögð þessi saga um
hlut þennan:
Einu sinni bjó að Stað í
Grunnavík kona ein, sem Hildur
hét. Hún var mjög rík, átti gull
og gersemar, en ekki fylgir sög-
unni, hvernig hún hafði eignazt
það. Konan hafði mælt svo fyr-
ir, að smíðuð yrði utan um
hana vönduð kista, þegar hún
félli frá, og fjármunir hennar
lagðir hjá henni í kistuna. Síð-
an skyldi greftra hana uppi á
fjalli, sem mun vera á þriðja
'hundrað metrar á hæð. Svo var
gert. — Síðan var mér sýndur
haugur uppi á fjallinu. Heitir
hann Hildarhaugur.
Nú leið langur tími, en sagan
gleymdist ekki, og margan fýsti
að vita, hvort hún væri sönn.
Þar kom, að nokkrir menn tóku
sig til, gengu með graftól upp
á fjall og tóku að grafa í haug-
inn. — Allt gekk vel í fyrstu.
En er þeir voru búnir að grafa
nokkurn tíma, sýndist þeim
bæjarhúsin að Stað, en svo
heitir prestsetrið í byggðinni,
standa í björtu báli. Þá snéru
þeir sem skjótast heim og hugð-
ust slökkva eldinn.
Þegar þeir voru komnir lang-
leiðina heim, hvarf þeim bálið,
og allt var eins og þegar þeir
fóru að heiman. Þótti þeim þá
sem ekki væri allt með felldu.
Samt fóru þeir aftur upp á f jall-
ið og héldu áfram að grafa í
hauginn. Loks komu þeir niður
á kistu. Þá var einn mannanna
látinn fara ofan í gröfina og
bregða böndum í 'hringi, sem
voru á hvorum kistugafli. Síð-
an hófu þeir að draga kistmia
upp úr gröfinni. En er kistan
var komin hálfa leið upp úr
gröfinni, slitnaði hringurinn úr
kistugaflinum. Kistan féll niður
í gröfina aftur og varð þar mað-
urinn undir henni. Hann beið
þegar bana. Sló þá óhug í fé-
laga hans, sem mokuðu þá þeg-
ar ofan í gröfina og gengu frá
henni aftur sem vendilegast. —
Þeir tóku heim með sér hring-