Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 235
B L I K
233
fljótabát til St. Louis, Missouri.
Þaðan á hestvögnum til fylkis-
ins Iowa. Þar höfðu mormónar
reist trúboðsstöð í Council
Bluffs. En ferðinni var heitið til
Utah. Þangað var farið fót-
gangandi frá Iowa, og ferðin
yfir slétturnar talin mjög
hættuleg í þá daga, þvi að
búast mátti við árásum Indí-
ána. En þetta fólk komst klakk-
laust yfir og settist að í
Spanis'h Fork, sem seinna var
aðal-aðsetúrsstaður Islendinga
í Utah, en í Spanish Fork höfðu
danskir mormónar stofnað eins-
konar nýlendu.
Með Samúel Bjarnasyni og
konu hans Margréti Gísladóttur
fóru vestur um haf frá Vest-
mannaeyjum í fyrstu land-
námsferð Islendinga til Ame-
ríku:
1. Guðmundur Guðmundsson,
mormónatrúboði, er verið hafði
í Danmörku, en var nú til heim-
ilis að Þórlaugargerði hjá Lofti
Jónssyni. Guðmundur var frá
Ártúni í Oddasókn á Rangár-
völlum, sonur Guðmundar Bene-
diktssonar og Guðrúnar Vig-
fúsdóttur.
Guðmundur Guðmundsson
var annar fyrsti trúboði hér
á landi, og boðaði hann trúna
af miklum áhuga bæði á landi
og í Eyjum. Um það vísast til
þáttarins um Þórarinn Hafliða-
son, í Bliki 1960. Þrjú systkini
Guðmundar og systurdóttir
fluttist til Vestmannaeyja.
Ekkert af þessu fólki tók mor-
mónatrú.
Guðmundur settist fyrst að í
Spanish Fork, eftir að vestur
kom, en fluttist litlu síðar til
bæjar þess, er Lehi nefnist í
Utah, og stundaði þar gull-
smíðaiðn. Hann bjó þar, meðan
ævin entist. Hann kvongaðist
danskri konu. Þau eignuðust 3
sonu. Sagt er, að hann og fólk
hans hafi ekki átt samleið með
íslendingum. Það bendir til
þess, að Guðmundur hafi verið
nokkuð sérsinna.
2. Helga Jónsdóttir Hálfdán-
arsonar. Hún mun hafa flutzt
til Eyja af landi rúmlega tví-
tug. Var hún lengi í Gvendar-
húsi, en hjónin þar munu hafa
verið kunningjar foreldra henn-
ar. Einnig var hún hjá dönsku
fólki í Eyjum, t. d. í Frydendal
hjá frú Erichsen, síðar veit-
ingakonu, og hjá C. Lintrup
verzlunarstjóra í Garðinum og
konu hans Björgu Hallsdóttur,
er ættuð var úr Skagafirði. Hjá
þessu danska fólki hefur Helga
lært dönsku og fræðzt um
margt varðandi umheiminn.
Auk þess hefur 'hún gerzt vel
að sér í hússtörfum, svo að hún
þykist fær um að sjá sér far-
borða í framandi landi. Eigi er
víst, að hún hafi ætlað sér
lengra í fyrstu en til Danmerk-
ur, þó að förin yrði lengri. Hún
er fyrsta stúlkan, sem kunnugt