Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 216
214
B L I K
kisa hefði engar hendur til að
bera börnin sín í.
Eftir þetta var mér alltaf
hálf illa við að halda á kett-
lingunum og vildi sem minnst
koma við þá.
Loppa er lifandi enn, eftir
því sem ég bezt veit, og við
góða 'heilsu.
Harpa Karlsdóttir,
2. bekk C.
I fyrsfa afmælinu
Ég ætla að segja frá því, þeg-
ar ég fór fyrst í afmæli. Ég
var 5 eða 6 ára, held ég. Okkur
var öllum boðið, mér, mömmu
og systkinum mínum. Pabbi var
á sjó.
Klukkan hálf þrjú lögðum við
af stað. Þarna var telpa, sem
var á líku reki og ég, 5 eða 6
ára gömul. Hún heitir Sigrún,
og var kölluð Rúna.
Við Rúna fórum niður í kjall-
ara. Þar voru þrjú herbergi,
sem ekkert virtust notuð. Auk
þess var þar þvottahús. I einu
herberginu fórum við í bæjar-
leik eða mömmuleik, eða hvað
það er kallað. Þegar við höfð-
um verið nokkra stund að leika
okkur, rákumst við á bók, og í
henni voru myndir af alla vega
litu kvenfólki, gulu, svörtu og
hvítu. Nú, — þá urðum við
að vera eins. Ég makaði mig í
sóti og varð biksvört í framan.
Rúna málaði sig í framan með
gulum vatnslit, og þá var hún
gul. Svo byrjaði leikurinn fyrir
alvöru. Brúðurnar voru málað-
ar, og allt var málað, sem hægt
var. Svo komu fleiri krakkar, og
þeir vildu mála sig lika. Ein
Mtil telpa fór inn í þvottahúsið
til að mála sig hvíta. En það fór
illa fyrir henni, því að hún sett-
ist óvart ofan í fullan vatns-
bala. Hún fór að gráta, eins
og eðlilegt var. Úr þessum gráti
hennar varð ,,'heljar-mikill kór“.
AlMr komu hlaupandi niður í
kjallarann, störðu fyrst á okkur
og fóru svo öll að skelMhlæja,
því að það var engin sjón að
sjá okkur. Ég svört í framan
með hvítar rákir eftir tárin, og
Sigrún eins og stríðsmálaður
Indiáni, eins og komizt var að
orði á eftir.
Við vorum rekin upp, þvegin
og skoluð, þangað til við vorum
orðin eins og börn aftur.
Nú var loks setzt til borðs.
Ég var í nýjum kjól, sem ég
held að hafi verið bleikur. Ég
var mjög upp með mér af að
vera í honum. Reyndar voru
svartar dröfnur á honum og
rendur eftir sótið.
Á borðinu var alls kyns góð-
gæti svo sem rjómaterta og
margt fleira. AlMr vildu fá. sér
sneið af henni, en viti menn!
Allt í einu datt ég af stólnum
mínum og undir borð. Við það