Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 61
I. Árferði og' almenn afkoma,
Tíðai’far á árinu 1952 var samkvæmt
upplýsingum Veðurstofunnar óhag-
stætt fyrra hluta árs, en hagstætt síð-
ara hlutann. Janúar var óhagstæður,
stormasamur og kaldur. Hiti var um
1° undir meðallagi, en úrkoma heldur
meiri en í meðallagi. Snjóar voru
miklir og víða haglaust með öllu. Á
Suðausturlandi voru hagar þó særni-
leg'ir. Siðari vetrarmánuðirnir, febrúar
og marz, voru mun hagstæðari. Hit-
inn var um %° yfir meðallagi. Febrú-
ar var fremur úrkomusamur, en marz
þurrviðrasamur, einkum um sunnan-
vert landið. Hagar bötnuðu víða eftir
hláku upp úr miðjum febrúar, en þó
voru víða mikil svellalög og talið hag-
laust allan febrúar um norðvestanvert
landið. Samgöngur voru oft erfiðar.
Heildarixrkoma vormánaðanna (apríl
—maí) var um Vi meiri en í meðalári
og hitinn nálægt þvi %° hæi’ri en í
meðallagi. Tiðarfar var mjög breyti-
legt eftir landshlutum. Allmikill snjór
var norðanlands, en sunnanlands snjó-
laust að kalla. Báða mánuðina var til-
tölulega kaldara og úrkomusamara
norðanlands en sunnan. Norðanhvass-
viðri með snjókomu nyrðra gerði í
maílok. Júní var kaldur, einkum á
Norður- og Norðausturlandi; þar var
allt að 3—4° kaldara en i meðalár-
ferði, og er það með fádæmum. Sunn-
anlands var tiltölulega hlvrra, eða ná-
lægt 1° undir meðallagi. Um norð-
austanvert landið var úrkoma allmikil
og stundum snjókoma eða slydda.
Sunnanlands var nijög þurrt. í júli og
ágúst var hiti tæplega %° undir með-
allagi, en september var uni meðallag.
Heildarúrkoma þessara þriggja mán-
aða var um meðallag. Lengst af var
tiltölulega kaldara og úrkomusamara
norðanlands en sunnan. Heyskapartið
var góð, en grasspretta var æðimis-
jöfn. Sólskinsstundir í Reykjavík sum-
armánuðina júli—septembcr voru 118
fíeiri en meðaltal 20 sumra, og á Ak-
ureyri voru þær 38 fleiri en meðaltal
15—17 sumra. Haustmánuðirnir októ-
ber og nóvember voru hagstæðir, eink-
um nóvember. Hiti var um 1%° yfir
meðallagi. í október var úrkoma um
% umfram meðallag, en nóvember var
mjög þurrviðrasamur. Úrkoman var
aðeins um helmingur af því, sem venja
er til í nóvember. Nokkuð hvassviðra-
samt var i október, en veðrið í nóv-
ember var óvenjustillt. Snjólaust mátti
heita um mánaðamót nóvember og
desember. Desember var einnig hlýr,
hiti ríflega 1° yfir meðallagi. Úrkoma
var heldur minni en í meðalári. Varla
festi snjó sunnanlands, en á Norður-
landi var hvítt sem svaraði helming
mánaðarins.
Gjaldeyrisafkoma landsmanna versn-
aði á árinu, og þrengdist aftur nokkuð
um innflutning. Vöruskorts gætti þó
ekki, og verð hækkaði ekki eins ört
og tvö síðast liðin ár. Grunnkaup
verkamanna hækkaði lítillega í árslok
samkvæmt kjarasamningum upp úr
verkfölluin, auk þess sem samið var
um ráðstafanir til þeirrar lækkunar á
framfærslukostnaði, er samsvaraði 5
vísitölustigum. Atvinnuleysi var ekki
umtalsvert. Vísitala framfærslukostn-
aðar hækkaði frá janúar 1952 til jan-
úar 1953 úr 153 stigum upp í 157 stig,
eða um 2,6%.1)
1) Aðallega samkvæmt Árbók Landsbank-
ans 1952.