Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 174

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 174
1952 172 — hvernig við var brugðið, og má sæmi- lega við una eftir atvikum. Heilbrigð- issamþykkt fyrir kaupstaðinn var rædd á 2 fundum. Hafði málið verið upp tekið í nefndinni 1944 af fyrr- verandi héraðslækni og hlotið af- greiðslu þar 1945, síðan farið á vergang milli bæjarfulltrúa, en aldrei komið til afgreiðslu i bæjarstjórn. Frumvarpið fannst í fórum heilbrigð- isfulltrúa. Var þetta hið myndarleg- asta rit, langt á þriðja hundrað grein- ar. Það þótti þó óþarflega viðamikið og upp í það tekin ýmis atriði, sem nægt hefði að vísa til í öðrum bók- um, sem liafa eigi minna gildi en slík samþykkt. Þannig varð samþykktin 154 greinar. Hefur hún nú hlotið sam- þykki bæjarstjórnarinnar og verður væntanlega staðfest á næstunni. Sauðárkróks. Heilbrigðisnefnd leit eftir þrifnaði eins og áður. Fékk hún einnig framgengt endurbótum á fyrir- komulagi fisk- og kjötsölu í bænum og kjötvinnslu; er þessu fyrir komið í gömlum húsum til bráðabirgða, en leyfi til nýbygginga hefur ekki feng- izt enn þá. Bærinn tók nú aftur upp flutning á sorpi frá húsum, en það hafði legið niðri undanfarin ár og hver orðið að sjá um að flytja frá sér. Ólafsfj. Haldnir 5 fundir á árinu, og var aðallega fjallað um mjólkursölu- málið. Séð um vorhreinsun á kaup- staðnum. Þórshafnar. Staðið fyrir hreinlætis- viku á Þórshöfn á vorin. Hreinsa þá húseigendur i kringum hús sín. Bakkagerðis. Kosin var heilbrigðis- nefnd á árinu, en umkvartanir hennar og tillögur hafa fengið daufar undir- tektir enn þá. Vestmannaeyja. Heilbrigðissamþykkt er í smíðum. Eins og venja er til, komu á árinu margvísleg mál til kasta heilbrigðisnefndar, sem óþarft er að telja hér. Fyrir einu þrifnaðarmáli hefur heilbrigðisnefnd sérstaklega beitt sér á árinu, og það er að koma á bættri sorphirðingu. Var farið fram á það við bæjarstjórn, að nokkurt fé væri áætlað til kaupa á yfirbyggðum sorpbíl og til bráðabirgða að byggja yfir hinn gamla. Einnig þótti ástæða til að koma upp betri sorpílátum. 20. Ónæmisaðgerðir. Tafla XIX, 1—6. Framkvæmd kúabólusetningar er ekki enn komin í æskilegt samræmi við hin nýju ónæmisaðgerðalög. Hin nýja skipun virðist þó engan veginn ætla að draga úr aðsókn að kúabólu- setningu (sbr. töflu XIX, 1). Af öðrum ónæmisaðgerðum kveður mest að kik- hóstabólusetningu (tafla XIX, 4) og þó miklu minna en siðast liðið ár, og er árangur þeirrar ónæmisaðgerðar enn sem fyrri vanddæmdur. Nokkuð var bólusett gegn barnaveiki (tafla XIX, 2) og allmargir gegn berklaveiki, eink- um í Reykjavík og á Akureyri, en ann- ars staðar ekki nema vegna beinnar sýkingarhættu (XIX, 5). Aðrar ónæm- isaðgerðir ekki tejandi, nema helzt hin venjulega ginklofabólusetning i Vestmannaeyjum (tafla XIX, 6). Þess er þó að gæta, að ónæmisaðgerðir Rannsóknarstofu Háskólans, sem aðal- lega mun annast bólusetningar fólks vegna utanferða, mun ekki koma á ónæmisaðgerðaskýrslur. Rvík. Kúabólusetningu í héraðinu annaðist ég ásamt aðstoðarlækni mín- um. Á vegum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur voru börn bólusett gegn barnaveiki og fólk gegn berklaveiki. Heimilislæknar sjá um að bólusetja gegn kikhósta, og mun jafnan talsvert vera gert að því. Um flestar aðrar bólusetningar, svo sem gegn tauga- veiki, sér Rannsóknarstofa Háskól- ans. Hafnarfj. Ónæmisaðgerðir fóru fram gegn bólusótt og barnaveiki. Endur- bólusetningin fór fram, eins og lög gera ráð fyrir, i skólunum. Eftirspurn eftir fruinbólusetningu er litil. Aðeins lítill hluti þeirra barna, sem eru á frumbólusetningaraldri, kom til frum- bólusetningar. Sama máli gegnir um bólusetningar gegn barnaveiki. Þar hefur aðeins náðst til fárra barna til 1. og 2. bólusetningar. Ef ekki má aug- lýsa slikar ónæmisaðgerðir hæfilega, verður aldrei hægt að ná til alls al- mennings. Auk þess lit ég svo á, að ekki verði hjá því komizt að þyrpa fólki nokkuð saman til bólusetninga,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.