Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 180
1952
178
lungnabólga á byrjunarstigi, en
hún er sérstaklega hættuleg bein-
kramarsjúkum börnum. Sennilegt
er, að mjólk hafi hrokkið niður
i barka barnsins (sbr. mjólkur-
sýrugerla í berkjum).
35. 5. desember. G. G-son, 68 ára.
Fannst meðvitundarlaus inni í
læstu húsi, daginn áður en hann
átti að fara á sjúkrahús til upp-
skurðar vegna glákublindu. Magi
sjúklingsins var skolaður á sjúkra-
húsinu, en hann dó sama dag.
Við krufningu fannst enginn sjúk-
dómur, sem gæti útskýrt dauða
mannsins. Þar sem maginn hafði
verið rækilega skolaður og ekki
líklegt að finna neitt í honum
þess vegna, var gerð prófun á
lifrarextrakti fyrir barbitúrsöltum.
Fannst greinilega gul reaktion,
sem bendir til þess, að um ver-
onaleitrun hafi verið að ræða.
36. 12. desember. I. J-dóttir, 45 ára.
Líkið fannst sjórekið. Konan
hafði verið geðveik i 1 ár um 17
ára aldur og síðan ávallt sljó, en
siðustu vikuna alveg geðbiluð.
Við krufningu fundust greinileg
einkenni drukknunar í lungum og
öndunarfærum.
37. 13. desember. Á. G-dóttir, 70 ára.
Læknir var sóttur til konunnar,
er hún var orðin mikið veik, og
er loks var unnt að flytja hana
á sjúkrahús, var hún látin. Við
krufningu fannst krabbamein í
efsta hluta ristils og neðst í mjó-
girni, og hafði æxlið, sem sat
neðst í mjógirninu, valdið þar
mikluin þrengslum, sem urðu or-
sök til garnalömunar, er konan
dó af.
38. 13. desember. O. S-son, 42 ára.
Læknir var kvaddur til mannsins
iiti á landi, en sjúklingurinn var
látinn, áður en læknirinn kom,
hálftíma seinna. Maðurinn hafði
verið drykkjumaður og drukkið
mikið síðustu vikurnar. Við
krufningu fannst svæsin berkju-
bólga í báðum lungum. Mjög mik-
il fita var í lifrinni, eins og vana-
legt er i drykkjumönnum. Virðist
sem berkjubólgan hafi nægt til að
gera út af við manninn, þar sem
lifur hans var eyðilögð eftir mik-
inn drykkjuskap.
39. 15. desember. G. G-dóttir, 47 ára.
Veiktist skyndilega með miklum
kvölum, 2 vikum eftir barnsburð.
Læknir var sóttur, en vissi ekki
gerla, hvað um var að vera. Er
hann kom aftur, seinna um nótt-
ina, var konan dáin. Við krufn-
ingu fannst snúningur á 2 mjó-
girnislykkjum, svo að garnalömun
hlauzt af. Hengið á þessu svæði
var dökkt og blóðhlaupið. Garna-
lykkja hafði snúizt utan um band-
vefsstreng milli netju og ristils,
þannig, að görnin lokaðist alger-
lega og blóðrásin í henginu stöðv-
aðist. Þegar þessi strengur var
klipptur i sundur, losnuðu garn-
irnar úr sjálfheldunni.
40. 19. desember. N. A-son, 35 ára.
Fannst meðvitundarlaus á götu.
Upplýst var, að hann hafði ásamt
bróður sinum drukkið frostlög,
sem þeir höfðu gert tilraun til að
eima, áður en þeir lögðu sér hann
til munns. Enginn sjúkdómur
fannst, sem útskýrt gæti dauða
mannsins. Við efnagreiningu kom
í ljós, að frostlögurinn var að
mestu leyti methylalkóhól. Álykt-
un: Sjúkdómseinkennin, ásamt
því, sem við krufningu fannst,
gat vel komið heim við það, að
maðurinn hafi látizt úr methyl-
alkóhóleitrun.
41. 19. desember. Th. G. A-son, 40
ára. Bróðir framangreinds manns.
Veiktist seinna en bróðir hans,
en var talinn svo lítið veikur, að
það væri ekki alvarlegt. Þegar
bróðir hans var dáinn, morgun-
inn eftir að þeir drukku frost-
löginn, var þessi maður ekki mik-
ið veikur, en þegar á daginn leið,
fór honum að þyngja. Hann upp-
lýsti, að hann hefði daginn áður
keypt einn gallonbrúsa af Zerone-
frostlegi handa þeim bræðrum til
að drekka. Höfðu þeir blandað
löginn vatni og eimað síðan. Taldi
um 2 flöskur hafa verið eimaðar,
en mundi ekki fyrir vist, hve
mikið af því þeir hefðu drukkið.