Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 161
159 —
1952
klögumálum fyrir framtakssemina og
siðan sektaðir í stað þess að fá
,,medalíu“ og heiðurspening. Auk af-
skipta Fjárhagsráðs eru byggingar-
nefndir oft með fiflaleg afskipti af
byggingum manna, eins og það að
banna kjallara og ris, þ. e. a. s. not-
hæf ris, þótt loftplata sé steinsteypt.
En þá dugir ekki lengur hæð að gólf-
stærð 80 m2, en ef fram úr þeirri
stærð er farið, er maðurinn orðinn
lögbrjótur, óalandi og óferjandi m. fl.
Það eru undarleg lög, sem banna fá-
tæku fólki að koma upp húsnæði fyrir
sig, á þann hátt sem þvi er viðráðan-
legt, en um leið og önnur lög heimta
fjárframlög frá ríki og bæ til bygg-
ingar verkamannabústaða og til út-
rýmingar heilsuspillandi húsnæðis.
Þrifnaður fer batnandi með bættu
húsnæði, sem óhjákvæmilega skapar
aukna menningu. Þó eru nokkrir úti-
kamrar við líði, en þeim fer fækkandi
með gömlu húsunum.
5. Fatnaður og matargerð.
Akranes. Hér á Akranesi eru 2
brauðgerðarhús og brauðabúðir i sam-
bandi við þau bæði. Annað þeirra
hefur undanfarið verið útibú frá Al-
þýðubrauðgerðinni, en er nú orðið
eign félags hér í bænum. Ásigkomu-
lag þessa brauðgerðarhúss og búðar-
innar hefur löngum verið gallað og
oft verið að því fundið, en ekki feng-
izt lagfært. Á síðast liðnu sumri var
forstöðumanni Alþýðubrauðgerðar-
innar tilkynnt, að þetta ástand myndi
ekki verða þolað lengur, en þá var
það, að eigendaskipti urðu og voru
tilkynnt um likt leyti. Hefur nú verið
beðið framkvæmda i málinu af hálfu
hinna nýju eigenda. Kjöt- og fiskbúðir
eru hér 3, og er útbúnaður góður í
tveim þeirra, en i hinni þriðju er
húsakynnum og' aðstöðu í ýmsu áfátt.
Er það matarbúð kaupfélagsins hér,
og cr hún undir sama þaki og mjólk-
urbúðin, sem um var getið.
Borgarnes. Fæði fólks óbreytt og
gott. Mjólk, kjöt og aðrar landvörur
nægar, en alltaf nokkur skortur á
nýjum fiski; frosinn fiskur aftur á
móti allmikið notaður. Síðast liðið ár
kvað töluvert að þvi, að bílstjórar á
útgerðarstöðum ferðuðust með fisk-
hlöss á bíl sínum upp í sveitir og
scldu bændum. Er þetta hagræði
þeim, er njóta.
Ólafsvíkur. Heimilisiðnaði fer sí-
bnignandi, og sést varla heimasaumuð
flik nema sængurfatnaður. Harðfiskur
horfinn; riklingur útlægur gjör; alltaf
annan daginn soðinn fiskur og soðið
kjöt; hinn daginn soðið kjöt og soð-
inn fiskur; brauðneyzla minnkar og
þar með smjörs og osta.
Búðardals. Nýmetisneyzla af skorn-
um skammti sem fyrr, og má segja,
að æ erfiðara reynist að ná í nýmeti
með liverju árinu, sem líður. Er þetta
orðið óþolandi ástand, og hlýtur að
líða ekki á löngu, þar til samþykktir
þær, er Kaupfélag Hvammsfjarðar
hefur gert hvað eftir annað mörg
undanfarin ár um að koma hér upp
frystihúsi, komi til framkvæmda. Eina
lausnin á málinu er frystihús.
Flateyjar. Fatnaður yfirleitt viðun-
andi. Matur mjög góður og fjölbreytt-
ur á vorin (egg, fugl, hrognkelsi, sel-
kjöt o. s. frv.). Á veturna mest frystur
fiskur og kjöt (mjög gott frystihús á
staðnum). Nýr fiskur, þegar hann
fæst. Nóg mjólk að vetrinum, en tals-
verður mjólkurskortur á sumrin. Tals-
verð hænsnarækt. Garðrækt utan kart-
öfluræktar er lítil.
Súðavíkur. Mataræði í Súðavík
fremur einhæft. Grænmetisát litið.
Mjólk ekki alltaf nægileg og annar
mjólkurmatur sjaldan fáanlegur.
Árnes. Fatnaður svipaður og annars
staðar i landinu. Matargerð mun frek-
ar fábrotin. Nýmetisskortur er tilfinn-
anlegur i sveitinni, en nýr fiskur fæst
þó að jafnaði við sjávarsiðuna. Mest
er neytt af mjólk og mjólkurmat, slát-
urmat, saltkjöti og saltfiski. Grænmeti
ekki annað en kartöflur. Frystiklefi er
í Djúpavik og er til mikilla bóta fyrir
íbúana þar.
Sauðárkróks. Mjög tiðkast nú til
skjóls svo kallaðar kuldaúlpur, loð-
fóðraðar yfirhafnir, sem ég tel, að
komi í góðar þarfir, þegar kalt er,
bæði á ferðalögum og við vinnu úti
við.
Þórshafnar. Fólk hér hlýlega klætt.