Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 63
61
1952
eigi var fluttur beint á erlendan
markað. Því miður hefur rekstraraf-
koma umræddra togara orðið slæm,
svo sem flestra annarra íslenzkra tog-
ara. Að öllu þessu athuguðu má þó
telja, að afkoma alls almennings hafi
verið nokkru betri á árinu en verið
hafði á undanförnum erfiðleikaárum
Siglfirðinga, og má einnig þakka það
að nokkru leyti því, að trillubátaút-
gerð hefur farið vaxandi á árinu.
Ólafsfí. Þorskafli lélegur, og síld-
veiði brást alveg. Atvinna í landi
nokkur í hraðfrystihúsum og talsverð
vinna við hafnargerð. Önnur land-
vinna lítil. Að venju fór allmargt fólk
burtu i atvinnuleit.
Dalvíkur. Afkoma verkamanna og
bænda eigi verri en undanfarið.
Akureyrar. Afkoma héraðsbúa mun
hafa verið svipuð og árið áður. Af-
koma bænda var ágæt og hefur verið
um mörg undanfarin ár og að sjálf-
sögðu bezt hjá þeim, sem næst búa
bænum og stytzt þurfa að sækja með
mjólkina til mjólkursamlagsins. Vegna
lánsfjárskorts og erfiðleika á að selja
iðnaðarframleiðsluna mun hafa orðið
að fækka allverulega verkafólki i iðn-
aðinum hér á þessu ári. Af þeim sök-
um meðal annars skapast nokkurt at-
vinnuleysi hér, sem þó hefur að
nokkru rætzt úr vegna mikillar vinnu
við Laxárvirkjunina, svo og vegna
þess, að nokkuð af fólki hefur farið
til atvinnu á Keflavíkurflugvelli.
Grenivíkur. Afkoma bænda lakari
en undanfarin ár. Svipað má segja um
þá, er sjóinn stunduðu; fiskur ininni
en oft áður og síldin brást eitt árið
enn.
Breiðumýrar. Afkoma bænda lélegri
og allur búskapur erfiðari á þessu ári
en mörg undanfarin ár.
Húsavikur. Afkoma manna til sjávar
og sveita í lakara lagi.
Þórshafnar. Vorið sást hvergi nema
í dagatalinu. Kuldar héldust fram í
miðjan júní. Fisk- og sildveiði brást
með öllu á sumrinu, ef frá er talin
smávægileg fiskgengd í maí. Afkoma
til lands og sjávar því í stuttu máli
afleit.
Vopnafí. 4. harðindaárið i röð, en
þó mun hagstæðara en árið á undan.
Fiskafli mjög rýr. Hagur verkamanna
fremur erfiður. Framleiðsla bænda
minni en nokkru sinni áður, siðan ég
kom hér. Bændur fengu 150 króna
uppeldisstyrk á lamb og annað eins
að láni hjá Búnaðarbankanum. Má
segja, að þeim hafi þetta ár, eins og
reyndar undanfarin ár, verið haldið
uppi með lánum og styrkjum. Afkoma
margra þeirra er þó óhæg vegna þess,
hve bústofninn hefur rvrnað og haust-
afurðir minnkað.
Bakkagerðis. Árferði slæmt. Afkoma
léleg.
Seyðisfí. Afkoma fólks mun hafa
verið sæmileg. Flestir munu hafa nóg
fyrir sig að leggja. Atvinna og at-
vinnuhættir með líkum hætti og und-
anfarin ár.
Nes. Afkoma almennings fer enn
heldur versnandi.
Djúpavogs. Atvinna stopul og afla-
brestur og afkoma fólks til sjávarins
því í rýrara lagi, en betri i sveitun-
um.
Hafnar. Almenn afkoma sæmileg.
Kirkjubæjar. Afkoma almennt góð.
Veruleg fátækt er hér ekki til. Allir
hafa nóg til hnífs og skeiðar, klæða
og skæða.
Vestmannaeyja. Aflabrögð með bezta
móti og afkoma almennings með ágæt-
um.
Eyrarbakka. Atvinna næg. Afkoma
góð.