Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 160

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 160
1952 — 158 — verið það skilningslevsi, sem einstaka karl og kona sýna þessu máli. Fjöld- inn vill og reynir að ganga á milli bols og höfuðs á óþrifnaðinum. Nes. Allmörg íbúðarhús fullgerð og byrjað á nokkrum. Húsnæði yfirleitt gott og þrifnaður sæmilegur. Ástand skolpræsa er þó enn óviðunandi og bæjarsmán. Djúpavogs. Haldið var áfram með þau hús, sem á fyrra ári var hafin smíði á, og eldri hús endurbætt. Þrifn- aður innan og utan húss mjög mis- jafn, viða góður, en annars staðar lé- legur. Kirkjubæjar. Húsakynni viða góð. Ný hús bætast við á hverju ári. Þó að herbergjaskipun sé miklu skynsam- legri í nýju húsunum en áður tíðk- aðist, mætti þó benda á ýmislegt, sem húsameistararnir mættu taka til at- hugunar: Nýju húsin eru björt og rúmgóð, en sá galli er á, að fæst þeirra eru nógu hlý. Þau eru alltof eldsneytisfrek. Yíða eru engin efni á að hita þau sem þyrfti. Þetta veldur því, að mikinn hluta ársins nýtist hús- rýmið ekki og loftið í húsinu verður hráslagalegt. Aðalorsakir tel ég þess- ar: 1. Hitatap með loftstraumi; súgur. 2. Hitatap með leiðslu. a. Léleg ein- angrun. b. Stórir útveggir. 3. Ohent- ugar hitunaraðferðir. a. Dýrt elds- neyti eða óhentugt. b. Léleg nýting. Viða er ekkert tillit tekið til þess, hver er kaldasta vindáttin. Hér á landi eru vissar vindáttir kaldastar, og gætir þess mikið, þar sem hús standa ein sér, eins og tiðkast um bæi í sveit. Þrátt fyrir þetta eru á sumum nýju húsunum stórir gluggar og dyr beint á móti köldustu áttinni. Enda líður þá sjaldan á löngu, þar til skúr hefur verið klint aftan á húsið. Fer þá stundum lítið fyrir „arkitektúrnum“. Móti köldustu vindáttinni eiga engar dyr að vera, gluggar sem minnstir og fæstir, helzt tvöfaldir og ekki opnan- legir. Loftræstingu má sjá fyrir með öðru móti. Hversu vel sem gengið er frá gluggum og dyrum, gjóstar alltaf inn með þeim, þegar sterkur vindur stendur upp á húshliðina. Helzt ættu ekki að vera dyr á gagnstæðum hlið- um, svo að súgur geti myndaast gegn- um húsið þvert. Gluggar ættu ekki að vera fleiri en nauðsyn ber til og sem þéttastir. Ýmislegt fleira mætti benda á, en liggur raunar í augum uppi, ef athygli er beitt. Einangrun er víðast allgóð á steyptum útveggjum. En stundum vilja loft og gólf verða út- undan. Aftur á móti virðast það vera óskrifuð lög, að ekkert skuli hugsað um þann hita, er tapast út um glugga. Oftast eru gluggaumgerðir þannig, að ekki er gert ráð fyrir, að koma megi fyrir tvöföldu gleri. Borið er við, að dýrt sé að kaupa gler í tvöfalda glugga o. s. frv. Skyldi ekki vera dýrara að tapa hitanum út um gluggana? Þó að mikilvægt sé, að húsin séu rúmgóð, stoðar lítið að hafa þau svo stór, að ekki séu tök á þvi að hitg þau upp að vetrinum. Það er vandratað meðal- hófið og margs að gæta, sem ekki verða skil gerð í stuttu máli. Hér í sveitum er rafmagn á flestum bæjum, þar sem skilyrði eru til smávirkjana, en það er víða. Flestum nægir það til Ijósa og suðu og að mestu til hitunar, en mundi duga betur, ef húsin væru hlýrri. Rafmagnið vill þó bregðast i frostum og þurrkum. Þá grípa flestir til olíuvélanna. Þar sem rafmagn er ekki, svo sem á flestum bæjum í Með- allandi og Álftaveri, er erfitt um hitun. Eldsneyti er mjög dýrt, enda flutt á bílum úr Reykjavík. Mór er hér ónot- bæfur vegna öskumagnsins og reki ekki mikill. Yindrafstöðvar hafa reynzt illa, og olíuknúnar rafstöðvar eru of dýrar í rekstri og ganga fljótt úr sér. Vestmannaeyja. Húsakynni fara stöðugt batnandi, þvi að mikið er byggt. Nú eru eins og undanfarin ár 60—70 íbúðir i smíðum, aðallega i einbýlishúsum, en hús þessi eru oftast 4—5 ár i smíðum, þvi að þau eru að mestu tómstundavinna verkamanna og sjómanna, sem þannig eru að reyna að skapa sér mannsæmandi húsnæði, af litlum efnum, og þjóðinni um leið aukin verðmæti, með þvi að leggja oft nótt með degi í starfi. Vissulega væri þessi viðleitni verðlaunaverð, en eitthvað annað verður uppi í teningn- um, því að þráfaldlega eru menn eltir uppi með margvíslegum kærum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.