Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 177
175 —
1952
10. 1. apríl. H. Ó-son, 53 ára. Fannst
örendur í porti, þar sem hann
vann. ViS krufningu fannst mikil
kölkun og alger lokun á fremri
aðalgrein vinstri kransæöar (ra-
mus descendens anterior). Hægri
kransæðin var mikið til lokuð
skammt frá upptökum sinum.
11. 3. apríl. F. B-son, 39 ára. Fannst
látinn i bíl inni í lokuðum bíl-
skúr. Við krufningu fundust ótví-
ræð einkenni kolsýrlingseitrunar,
og greinilegt kolsýrlingsspektrum
fannst í blóðinu. í blóði fannst
1,42%0 alkóhól.
12. 5. maí. H. M. J-dóttir, 31 árs. Dó
skyndilega, er hún var að setja
bíl í gang og reyndi mikið á sig
við að losa handhemilinn. Við
krufningu fannst stækkað hjarta
(520 g), aðallega vinstra aftur-
hólf, sem var bæði þykknað og
þanið. í nýrum var arterioscle-
rosis og ör eftir infarcta. Vinstri
a. carotis communis var stífluð af
blóðkökk frá meginæð og upp að
skiptingu. Ályktun: Konan hefur
haft hækkaðan blóðþrýsting,
skemmd nýru og mjög stækkað
hjarta, sem skyndilega hefur gef-
izt upp undan áreynslunni.
13. 13. maí. B. Á. K-son, 78 ára. Var
að ganga út úr lyftu í Reykjavík,
er hann féll niður og var örend-
ur. Við krufningu fannst stækkað
(500 g) og þanið hjarta. Báðar
kransæðar voru mjög kalkaðar og
hin vinstri svo að segja alveg lok-
uð skammt frá upptökum.
14. 23. maí. F. S-son, 32 ára. Ók bíl
i sjóinn út af hafnarbakka. Álykt-
un: Maðurinn hefur komið lif-
andi i sjóinn og drukknað. Ekk-
ert áfengi fannst i blóðinu.
15. 7. júní. S. J-dóttir, 20 ára. Hafði
verið veik um tveggja ára skeið,
en varð nýlega rugluð og fékk
rafmagnslost hjá taugalækni. Fjór-
um dögum seinna dó stúlkan. Við
krufningu fannst útbreidd bólga i
báðum lungum. Við smásjárrann-
sókn og ræktun fannst hreingróð-
ur af bac. coli, bæði úr lungum
og nýrum.
16. 19. júní. G. G-son, 47 ára. Hafði
verið bilaður á geðsmunum und-
anfarið ár og óvinnufær þess
vegna, aðallega haldinn ofsóknar-
æði. Ókunnugir tóku lítt eftir geð-
bilun hans, en aðstandendur hans
sögðu hann iniklu brjálaðri en
flesta grunaði. Skaut maðurinn
konu sína til bana með byssu og
sjálfan sig á eftir. Skotið hafði
farið inn um enni mannsins og
þaöan eftir endilöngum heilanum.
17. 18. júní. I. H-dóttir, 47 ára. Kona
framangreinds manns. Fannst lát-
in neðan við stiga i húsinu, hafði
sýnilega dottið niður. Tvö skotsár
voru aftan til á hálsinum, uppi
undir hnakka, en aðeins einn
skotgangur. Engin nærskotsein-
kenni. Iíonan dó af miklum blæð-
ingum úr hálsæðunum.
18. 4. júlí. S. P-son, 37 ára. Lík
mannsins fannst á grúfu á legu-
bekk og var farið að kólna, er
læknir kom á staðinn. Maðurinn
mun hafa verið við öl i marga
daga, er hann lézt. Við krufningu
fundust einkenni köfnunardauða,
og blæðingar fundust á hálsi neð-
an við skjaldkirtil. Magainnihald
fannst í koki. I blóði fannst l,49%c
alkóhól. Ályktun: Hinn látni hef-
ur verið druklcinn, og bendir
krufning til þess, að hann hafi
kafnað. Blæðingin framan á háls-
inum hefur hlotizt af áverka á
hálsinn, en engin áverkamerki
sáust utan á hálsinum. Engin
merki fundust um sjúkdóm, sem
hefði getað valdið bana.
19. 7. júlí. G. H. V-son, 56 ára. Fannst
látinn á húströppum í Reykjavík
að morgni dags. Ályklun: Hinn
látni hefur verið drukkinn, kast-
að upp og kafnað af því að spýj-
an hefur farið niður í barka og
lungu.
20. 16. júlí. S. J-son, 53 ára. Kom
einn i bíl utan af landi til Reykja-
víkur og var nýsetztur að kaffi-
borði, er hann hneig niður ör-
endur. Við krufningu fannst mikil
kölkun í kransæðum hjartans og
lokun á einni aðalgreininni. Hjart-
að var stækkað (485 g) og þanið.
21. 11. ágúst. Þ. F-son, 20 ára. Lík