Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 154

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 154
1952 — 152 Flateyjar. Matvælaeftirlit er litið. ísafj. Matvælaeftirliti var hagað svipað og undanfarin ár og heldur í ríkara lagi. Má þvi gera nokkra grein fyrir þvi að þessu sinni og frekar vegna þess, að um þetta hefur ekki verið rætt í skýrslum. Á árinu fór fram skoðun á allri tilkynningar- skyldri starfsemi hér á ísafirði og í Eyrarhreppi. Skoðaðar voru allar verzlanir, sem liafa á boðstólum mat- væli, neyzlu- og nauðsynjavörur, hrauðgerðarhús, mjólkurstöð og fjós og mjólkurvinnsluaðstaða allra bænda i héraðinu. Sitt hvað fannst athuga- vert við matvörubúðirnar, og var eng- in þeirra gallalaus. Var eigendum greint frá þeim ágöllum, sem fundust, og þeim falið að bæta úr þeim. Við athugun kom í ljós, að víða hafði ver- ið brugðizt vel við og verulega úr bætt, en hvergi til fulls og sums staðar lítið. Er þess þó að vænta, að til bóta horfi, ef hert er á aðfinnslum. Fólkið, sem annast afgreiðslu og umgengni i þessum búðum, virðist flest litið kunna til verka. í þessu landi eru haldin margvísleg námskeið, og mætti vel bæta þar við einu, námskeiði i afgreiðslu- og umgengnismenningu í búðum. Brauðsölubúðirnar voru allar vel útlítandi, þrifalega umgengnar og afgreiðslufólk þokkalegt. Önnur húsa- kynni allra þriggja brauðgerðarhús- anna voru yfirleitt léleg og illa um- gengin, og á skorti um viðunandi bún- að. I vörugeymslum varð vart við um- merki rottugangs. Sláturhúsin voru skoðuð seint í ágúst, eins og i fyrra. Slátrun Kaupfélags ísfirðinga fer fram í fiskhúsi. Er það innréttað á hverju hausti með lausum skilveggjum. Mun það fullnægja að mestu ákvæðum reglugerðar um kjötmat o. fl., hvað húsaskipun snertir, en þrengsli eru þar nokkur. Húsakynni voru þrifaleg og aðstaða til hreinlætis sæmileg; þó vantaði handlaugar og heitt vatn. Fundið var að frágangi á loftum yfir vinnusölum og var lagfært. Aðstaða til frystingar kjötsins fullnægir ekki á- kvæðum reglugerðar, hvað húsakost snertir, en frystiklefar og geymslur allar eru í góðu lagi. Húsakynni i Sláturhúsi Vestfjarða voru afar þröng, en eru í samræmi við ákvæði reglu- gerðar, hvað húsaskipun snertir. Gólf öll voru uppbrotin, sprungin og óslétt og niðurföll ófullkomin. Frágangur við útveggi slæmur og loftin léleg og lýsing vinnusala ófullnægjandi; hvorki til forkælir né frystir. Var kjötið flutt óvarið á opnum bilum niður i Neðsta- kaupstað og þaðan í hinn enda bæjar- ins i fremur lélegum geymi. Forráða- menn sláturhúsanna lögðu fram ný- fengin löggildingarskilríki, er að þessu var fundið, og töldu það nægja. Þó fengust nokkrar lagfæringar fram. Slátrunin heppnaðist vel, þótt húsa- kynni væru ekki fullkomin, og fór kjötið vel útlítandi út úr húsunum. Auk haustslátrunar fer fram slátrun ýmissa alidýra á öllum tímijm árs og þá oftast utan sláturhúsanna. Starfslið matvælaeftirlitsins fær sjaldan eða aldrei að vita um þetta, nema þá af tilviljun. SiglufJ. Jafnframt rannsóknum til undirbúnings viðbótarvatnsveitu var rannsakað drykkjarvatn það, sem bæj- arbúar höfðu búið við, og sýndi það sig þá gegn vonum, að það vatn var eigi gott og mengað alls konar gerla- gróðri (coli). Sem betur fer, hefur þó eigi hlotizt neitt tjón af þvi drykkjar- vatni, svo að vitað sé. Hefur heil- brigðisnefnd nú til athugunar, hvort og með hvaða ráðum mætti bæta drykkjarvatn bæjarbúa, t. d. með þvi að banna skepnum ágang og girða af þau svæði, sem neyzluvatnið fæst af. Vestmannaeyja. Sauðfjárslátrun er hér mjög litil, raunar aðeins á vegum neytenda, sem fá fé sitt keypt úr landi á fæti og slátra þvi sjálfir hér, og sama er að segja um eyjarfé. Ekki fer þessi slátrun fram i löggiltu slátur- liúsi, heldur í óþrifalegri fiskkró. Ekkert af þessu kjöti heimaslátraðs fjár mun hafa farið i verzlanir til al- mennrar sölu. Eftirlit með slátrun stórgripa, sem ætlaðir eru til sölu, gengur erfiðlega, enda litið um slika sölu. E. Manneldisráð ríkisins. Prófessor Júlíus Sigurjónsson hélt áfram vítamínrannsóknum sínum á sama hátt og áður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.