Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 154
1952
— 152
Flateyjar. Matvælaeftirlit er litið.
ísafj. Matvælaeftirliti var hagað
svipað og undanfarin ár og heldur í
ríkara lagi. Má þvi gera nokkra grein
fyrir þvi að þessu sinni og frekar
vegna þess, að um þetta hefur ekki
verið rætt í skýrslum. Á árinu fór
fram skoðun á allri tilkynningar-
skyldri starfsemi hér á ísafirði og í
Eyrarhreppi. Skoðaðar voru allar
verzlanir, sem liafa á boðstólum mat-
væli, neyzlu- og nauðsynjavörur,
hrauðgerðarhús, mjólkurstöð og fjós
og mjólkurvinnsluaðstaða allra bænda
i héraðinu. Sitt hvað fannst athuga-
vert við matvörubúðirnar, og var eng-
in þeirra gallalaus. Var eigendum
greint frá þeim ágöllum, sem fundust,
og þeim falið að bæta úr þeim. Við
athugun kom í ljós, að víða hafði ver-
ið brugðizt vel við og verulega úr
bætt, en hvergi til fulls og sums staðar
lítið. Er þess þó að vænta, að til bóta
horfi, ef hert er á aðfinnslum. Fólkið,
sem annast afgreiðslu og umgengni i
þessum búðum, virðist flest litið
kunna til verka. í þessu landi eru
haldin margvísleg námskeið, og mætti
vel bæta þar við einu, námskeiði i
afgreiðslu- og umgengnismenningu í
búðum. Brauðsölubúðirnar voru allar
vel útlítandi, þrifalega umgengnar og
afgreiðslufólk þokkalegt. Önnur húsa-
kynni allra þriggja brauðgerðarhús-
anna voru yfirleitt léleg og illa um-
gengin, og á skorti um viðunandi bún-
að. I vörugeymslum varð vart við um-
merki rottugangs. Sláturhúsin voru
skoðuð seint í ágúst, eins og i fyrra.
Slátrun Kaupfélags ísfirðinga fer fram
í fiskhúsi. Er það innréttað á hverju
hausti með lausum skilveggjum. Mun
það fullnægja að mestu ákvæðum
reglugerðar um kjötmat o. fl., hvað
húsaskipun snertir, en þrengsli eru
þar nokkur. Húsakynni voru þrifaleg
og aðstaða til hreinlætis sæmileg; þó
vantaði handlaugar og heitt vatn.
Fundið var að frágangi á loftum yfir
vinnusölum og var lagfært. Aðstaða til
frystingar kjötsins fullnægir ekki á-
kvæðum reglugerðar, hvað húsakost
snertir, en frystiklefar og geymslur
allar eru í góðu lagi. Húsakynni i
Sláturhúsi Vestfjarða voru afar þröng,
en eru í samræmi við ákvæði reglu-
gerðar, hvað húsaskipun snertir. Gólf
öll voru uppbrotin, sprungin og óslétt
og niðurföll ófullkomin. Frágangur
við útveggi slæmur og loftin léleg og
lýsing vinnusala ófullnægjandi; hvorki
til forkælir né frystir. Var kjötið flutt
óvarið á opnum bilum niður i Neðsta-
kaupstað og þaðan í hinn enda bæjar-
ins i fremur lélegum geymi. Forráða-
menn sláturhúsanna lögðu fram ný-
fengin löggildingarskilríki, er að
þessu var fundið, og töldu það nægja.
Þó fengust nokkrar lagfæringar fram.
Slátrunin heppnaðist vel, þótt húsa-
kynni væru ekki fullkomin, og fór
kjötið vel útlítandi út úr húsunum.
Auk haustslátrunar fer fram slátrun
ýmissa alidýra á öllum tímijm árs og
þá oftast utan sláturhúsanna. Starfslið
matvælaeftirlitsins fær sjaldan eða
aldrei að vita um þetta, nema þá af
tilviljun.
SiglufJ. Jafnframt rannsóknum til
undirbúnings viðbótarvatnsveitu var
rannsakað drykkjarvatn það, sem bæj-
arbúar höfðu búið við, og sýndi það
sig þá gegn vonum, að það vatn var
eigi gott og mengað alls konar gerla-
gróðri (coli). Sem betur fer, hefur þó
eigi hlotizt neitt tjón af þvi drykkjar-
vatni, svo að vitað sé. Hefur heil-
brigðisnefnd nú til athugunar, hvort
og með hvaða ráðum mætti bæta
drykkjarvatn bæjarbúa, t. d. með þvi
að banna skepnum ágang og girða af
þau svæði, sem neyzluvatnið fæst af.
Vestmannaeyja. Sauðfjárslátrun er
hér mjög litil, raunar aðeins á vegum
neytenda, sem fá fé sitt keypt úr landi
á fæti og slátra þvi sjálfir hér, og
sama er að segja um eyjarfé. Ekki fer
þessi slátrun fram i löggiltu slátur-
liúsi, heldur í óþrifalegri fiskkró.
Ekkert af þessu kjöti heimaslátraðs
fjár mun hafa farið i verzlanir til al-
mennrar sölu. Eftirlit með slátrun
stórgripa, sem ætlaðir eru til sölu,
gengur erfiðlega, enda litið um slika
sölu.
E. Manneldisráð ríkisins.
Prófessor Júlíus Sigurjónsson hélt
áfram vítamínrannsóknum sínum á
sama hátt og áður.