Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 110
1952
— 108
síðan skorinn og fékk bata. Hernia
femoralis 1, hernia ingvinalis 3, þar
af 2 tilfelli ópereruð, annað hér, hitt
á ísafirði.
Vopnafj. Hernia ingvinalis incar-
cerata 1, femoralis 1, lineae albae 1.
36. Herpes gestationis.
Flateyrar. 2 tilfelli. Bati af tabl.
sulfapyridini 2x4.
37. Hydrocele testis.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Sauðárkróks. 2 börn (batnaði við
punctio, stundum endurtekna).
Þórshafnur. 1 tilfelli á barni. Gerð
punctio.
Vopnafj. 2 tilfelli.
Nes. 1 furðulegt tilfelli. Miðaldra
maður, sem gengið liefur með kvilla
þenna árum saman og látið tappa
vökvann nokkrum sinnum, safnaði
tæpum 600 ml utan um v. eista, áður
en hann leitaði til min i töppunar-
skyni. Nokkrum mánuðum síðar kom
hann öðru sinni með álíka stórt
hydrocele. Maðurinn býr hér á staðn-
um, og virðist hann bera þessa byrði
með ótrúlegri þolinmæði.1)
38. Hyperadiposis.
Hafnarfj. Allmargt fólk í héraðinu
þjáist af offitu; einkum eru það kon-
ur, komnar á miðjan aldur og þar
yfir, enda nokkrir karlmenn lika.
Margt af þessu fólki hefur háan blóð-
þrýsting líka, og gengur illa að lækna
hvort tveggja.
39. Hypertensio arteriarum.
Flateyjar. Nokkur tilfelli i rosknu
fólki.
Þingeyrar. 4 tilfelli.
Súðavíkur. Nokkur tilfelli, flest
rosknar konur.
Árnes. Fannst að allmörgum gamal-
mennum og einni konu, rúmlega 50
ára.
Hvammstanga. Nokkur blóðþrýst-
1) Slíkt þótti áður auðlæknað með einfaldri
aðgerð: Tappað af sjúklingnum. Áður en hol-
nálin er tekin út, er dælt inn 1 ccm af óbland-
aðri karbólsýru. Fyrst á eftir safnast i sekk-
inn nokkur (stundum mikill) vökvi á ný, er
síðar sýgst upp, og eftir það ekki söguna meir.
ingshækkun virðist allalgeng, einkum
í rosknu kvenfólki. 54 ára kona hef-
ur þenna sjúkdóm á háu stigi, blóð-
þrýsingur allt að og enda yfir 300/160.
Hún var alllengi á Landsspitalanum.
Fékk Vegolysen M & B. En árangur
virðist enn heldur lítill.
Ólafsfj. Nokkrir sjúklingar, flestir
hinir sömu og undanfarin ár.
Grenivíkur. Mun ekki svo sjaldgæf
í rosknu fólki; sumt af þessu fólki
þarf að nota lyf til að halda niðri
blóðþrýstingnum.
Vopnafj. 5 tilfelli.
Nes. Algengur sjúkdómur hér og
tíðari en annars staðar, þar sem ég
hef þekkt til hérlendis. Greinilega ætt-
lægt fyrirbrigði i sumum tilfellum. Af
9 öldruðum systkinum er mér t. d.
kunnugt um, að 3 hafa dáið af völd-
um þessa kvilla. Að minnsta kosti 3 af
þeim, sem lifandi eru, hafa mjög háan
blóðþrýsting, og eru 2 þeirra nær full-
komnir öryrkjar af völdum sjúkdóms
þessa eða fylgikvilla hans. Meðferð
ber oft lítinn árangur.
Búða. Margt roskið fólk með þenna
sjúkdóm.
40. Hypertrophia prostatae.
Búðardals. 1 sjúklingur sendur á
Akranesspítala. Var ekki hægt að
koma inn catheter, og varð að gera
punctio alta til þess að létta á sjúk-
lingnum. Aðgerð var gerð á sjúklingn-
um þar syðra, og er hann nú sem nýr
maður.
Flateyjar. 2 sjúklingar. Annar var
lagður inn á Sjúkrahús Stykkishólms
og dó þar. Reyndist við krufningu
hafa mikla hydronephrosis v. megin
og nýrað að mestu eyðilagt.
Þingeyrar. 2 tilfelli.
Flateyrar. 4 tilfelli. 2 ópereruð á
Landsspitalanum, einn neitar aðgerð,
en allir hafa fengið retentio urinae af
þessum sökum.
Hvammstanga. 2 gamlir menn
skornir upp í Revkjavík. Kunnugt um
a. m. k. 4 aðra.
Blönduós. Enginn bætzt við á þessu
ári, en karlar 2 á níræðisaldri, sem
um getur i siðustu ársskýrslu, ganga
að staðaldri með Foley’s legg og lifa
sæmilega góðu lifi.