Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 133
— 131 —
1952
flexoris pollicis longi et 2) tendinis
musculi flexoris carpi radialis et 3)
nervi mediani (31 árs karlmaður
meiddist, þegar hann braut rúðu til
að bjarga fólki úr brennandi húsi),
contusum digiti quinti manus dextrae
(59 ára þýzkur stýrimaður; togvír
slóst í hendi lians), incisivum in
regione antibrachii anterioris dextri
(20 ára sjómaður frá Reykjavík, und-
ir áhrifum áfengis, rak höndina i
gegnum rúSu), incisum capitis (26 ára
sjómaSur, undir áhrifum áfengis, datt
og lenti meS höfuSiS á húshorni),
incisivum in regione cruris anterioris
dextri (8 ára telpa rakst viS leik á
girðingu og reif sig á nagla), sclope-
tarium femoris (64 ára karlmaður
slasaðist í sláturhúsi, þegar hann ætl-
aði að skjóta kind, en kúlan lenti í
læri hans).
Súðavíkur. Engin meira háttar slys
urðu í héraðinu.
Árnes. Fá slys á árinu. 1 maður lézt
af slysförum. Vulnera incisa 10, vul-
nus dilaceratum 1, contusio manus 1,
corpus alienum oculi 1, lux. humeri
1, fract. tali c. lux. pedis 1. Stúlku-
barn úr Reykjavík féll niður af háum
svölum og fór úr hægra axlarlið. NáSi
sér fljótt eftir repositio. 15 ára stúlka
datt af hesti, sem fældist, og brotnaði
talus; fór jafnframt úr öklaliðnum. Lá
hún 2 mánuði í sjúkrahúsinu á Hólma-
vík. Hreyfing í öklalið er mjög tak-
mörkuð, og gengur þvi stúlkan mjög
hölt. Ungur maíSur úr héraðinu fórst
með vélbátnum Grindvíkingi í janúar.
Hólmavíkur. Fract. comminuta ti-
biae sinistrae (símaviSgerðarmaður
datt niður úr símastaur og brotnaði
rétt ofan við ökla; neðri endinn klofn-
aði niður í liðinn, fóturinn síðan lé-
legur vegna verkja og stirðleika við
hreyfingu), femoris sinistri (9 ára
drengur datt á skíðum), malleoli la-
teralis dextri (bóndi var að elta kind-
ur, hrasaði og datt). Accidentia sub-
mersionis: Flogaveik kona um fimm-
tugt var að vinnu á engjum. Menn þar
i grennd misstu sjónar á lienni í 10
•—15 minútur, og er þeir fundu hana,
lá hún örend með höfuðið á kafi i
smápolli. Mun hún liklega hafa fengið
flog, dottið, lent með höfuðið í poll-
inum og drukknað. Auk þessa hafa
orðið mörg minna háttar slys eða á-
verkar.
Hvammstanga. Fract. baseos cranii
1 (dauðaslys, fertugur bóndi féll af
hestbaki, drukkinn; fluttur næsta
morgun flugleiðis í Landsspitalann;
dó þar sama dag, 27. júní), claviculae
1 (barn á öðru ári, datt niður stiga),
costarum 3, antibrachii 4, malleoli 1.
Distorsio genus 1, pedis 2. Contusiones
8. Vulnera contusa 6 (þar af 5 ára
drengur, hrapaði í klettum, hlaut
höggsár á hægra gagnauga og heila-
liristing). Vulnera incisiva 7. Ruptura
oculi dextri 1 (gamall maður var að
gefa kú sinni hyrndri; kýrin sló til
höfði, rak hornið í auga mannsins og
sprengdi það). Combustiones 5. Auk
þessa var ég kallaður til Rlönduóss,
vegna fjarveru héraðslæknisins þar,
nóttina milli 3. og 4. ágúst, til að gera
að sárum tveggja manna, sem lent
höfðu í bilslysi. HafSi annar þeirra
hlotið mikinn áverka á höfuð, skurð
frá vinstra gagnauga og aftur á
hnakka, og var höfuðleður flett af
niður að eyra. SáriS mjög óhreint af
sandi og leir. Einnig brot á arcus
zygomaticus sinistri og viðbeinsbrot.
Hinn, bilstjórinn, hafði höggsár á
hægri augabrún. BáSir höfðu heila-
hristing, höfðu misst meðvitund og
mundu lítt, hvað gerzt hafði.
Blöncluós. Slys urðu allmörg á ár-
inu, en verulega alvarlegt var aðeins
eitt, er bíll rann út af brú i Skaga-
hreppi og annar maðurinn, sem í
honum var, fékk brot á augabrún og
viðbeini, en auk þess heilahristing
mjög siæman, svo að hann mun varla
hafa beðið þess bætur. Alls komu fyrir
14 beinbrot, 25 benjar, 12 mör, 10
tognanir og 8 brunar, enginn út-
breiddur.
Sauðárkróks. Slys flest smá. Hin
helztu voru: Lux. radii perannularis
2 á börnum, mandibulae 1, fract. com-
plicata digiti manus (mutilatio) 2,
metacarpi II 1, complicata ossium
metacarpi I—V 1 (3 ára drengur, er
komst inn á verkstæði og felldi ofan
á hægri hönd sína þungt járnstykki;
var opið sár þvert yfir lófann og öll
miðhandarbeinin í hægri hendi brot-