Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 131
129
1952
1 sundlauginni (Bjarnalaug). Var hann
ósyndur og skyldi byrja sundnám.
liéttarkrufning leiddi í Ijós drukknun.
Hinn 5. janúar fórst vélbáturinn Valur
með allri áhöfn, 6 manns. 2 þeirra,
skipstjóri og einn hásetanna, áttu hér
heima.
Kleppjárnsreykja. Contusiones 17,
corpora aliena 17, fracturae 12, com-
motio cerebri 4.
Borgarnes. Maður á sjötugsaldri
vaknaði um nótt og fór fram i eldhús
að fá sér drykk. Var gólfið vendilega
bónað og hált, en liann í ullarsokkum;
skrikaði honum fótur, og féll hann
á hálkunni. Fékk högg á höfuðið með
litlum áverka og dó eftir 3—4 klst.
Mín var vitjað upp i Norðurárdal að
2 dauðaslysum. Annað var maður í
fjárflutningum, og var hann við gæzlu
fjárins á bílpalli. Símalína liggur þvert
yfir veginn heim að Hvammi í Norð-
urárdal. Var línan slök og bar þvi
lægra en átti að vera, aðeins svo, að
hún flaut yfir tjaldið, sem var á bil-
pallinum framanverðum. Hefur borið
svo saman, að maðurinn hefur litið
upp yfir tjaldið ú pallinum, um leið
og bíllinn rann undir símann, virinn
slegizt um þvert andlit mannsins og
svipt honum aftur af bílnum. Var
hann þegar dauður. Áverki á andliti
eftir vírinn, en annars virtist maður-
inn hálsbrotinn. Maður um sjötugt fór
á rjúpnaveiðar snemma morguns upp
í brött fjöll hjá Hvassafelli. Var jörð
frosin og föl á svellum og víða hált.
Þá er hann kom ekki til bæja, þegar
rökkvaði, var hafin leit að manninum,
og fannst hann skammt frá túninu á
Hvassafelli, örendur. Var lemstraður
og hafði auðsæilega lirapað, en dreg-
izt þetta heim á leið, lagzt fyrir og
úáið. Byssa og húfa hafa aldrei fund-
izt og ekki slysstaðurinn; hriðarfjúk
og renningur huldu lika allar slóðir.
Pjórða stórslysið varð, er tveggja ára
drengur varð undir bílhjóli. Áfi hans
var að setja bíl í gang, en litli dreng-
urinn kom út úr húsinu, án þess að
gamli maðurinn yrði var við. Hafði
drengurinn skriðið upp á bílbrettið,
sem frá vissi, og um leið og bíllinn
hreyfðist, féll hann undir hjólið, er
fór yfir pelvis og femur. Drengurinn
virtist ekki mikið lemstraður, en
vegna gruns um mjaðmargrindarbrot
var liann þegar i stað sendur á spitala
í Reykjavík. Þar staðfestist fract. pel-
vis, en sást yfir perforatio vesicae,
meðfram vegna þess, að blóð fannst
ekki i þvagi, og þegar hið rétta kom
i ljós, varð lífi drengsins ekki bjarg-
að. Önnur slys: Kona yfir sjötugt hlaut
lux. humeri, 8 ára drengur fract. anti-
brachii. Ýmislegt fleira, svo sem nokk-
ur rifbrot, contusiones, incisiones o. fl.
Ólafsvíkur. Fract. cruris complicata
1, antibrachii complicata 1, dig. pedis
1, distorsio spinae lumbalis 1, minna
liáttar 9, commotio cerebri 2, contu-
siones 14, bruni 10, smáskurðir af
slysum 12, af völdum slagsmála 3 slys,
af bílslysi 1.
Búðardals. Fract. costae 3, radii 3,
malleoli 2, claviculae 2, colli fe-
moris 1.
Reykhóla. Slys fá á árinu og öll
smávægileg.
Flateyjar. Corpus alienum oculi 2.
Lux. humeri 1: féll í ryskingum. Com-
motio cerebri 1: féll ofan af palli
vörubíls. Vulnera incisiva 3. Distor-
siones 2.
Patreksfj. 5 ára stúlka varð fyrir
bílslysi. Var flutt á sjúkrahúsið, rétt
með lífsmarki. Dó eftir röskan klukku-
tíma.
Þinyeyrar. Contusiones diversis
locis 6, combustiones 7, corpora aliena
oculi 8, aliis locis 5, distorsiones 8.
Fract. antibrachii 3, claviculae 2, cos-
tarum 5, columnae lumbalis 1, cruris
1, fibulae 2, radii 1, humeri 1, tibiae
2. Vulnera incisiva, lacerata, punctata
& contusa diversis locis 24.
Flateyrar. Dilaceratio cerebri 1,
commotio cerebri 2, contusiones 10,
distorsiones 9, vulnera incisiva 18,
puncta 8, combustiones 7, fract. di-
giti manus 2, metatarsi 1, claviculae 2,
costarum 3, radii typica 2, supracon-
dylica humeri 1, radii et ulnae 1,
tibiae et fibulae 2. Piltur af togara
kom með fract. tibiae; hafði hleri
skollið á hann og flett hörundinu af
kálfanum, en beinið stóð út að fram-
an. Voru sárin saumuð saman og bein-
ið reponerað, eins og hægt var, lagt á
gips og maðurinn sendur samdægurs
17