Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 62

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 62
1952 60 — Rvík.1) Hagur almennings mun hafa farið heldur batnandi á árinu. Gnægð var af flestum vörum i verzlunum, og kaupgeta fólks virtist fara vaxandi. Dýrtíð jókst nokkuð, en miklu minna en undanfarin ár. Verkföll hófust 1. desember og urðu mjög viðtæk. Stóðu þau fram til 20. desember og höfðu að sjálfsögðu lamandi áhrif á allt at- hafnalíf i jólamánuðinum. í Reykjavík var atvinnuleysi mest i febrúar, 669 skráðir atvinnulausir (418 i febrúar 1951), aðallega vegna ótíðar og snjó- þyngsla i ársbyrjun, sem hömluðu ýmsum framkvæmdum til lands og sjávar. Minnst var atvinnuleysi í nóv- ember, 17 skráðir (22 í ágúst 1951). Hafnarlj. Afkoma fólks varla yfir meðallag. Verkfallið, sem stóð því nær allan desembermánuð, gerði sitt til að rýra hag allra þeirra, sem í þvi voru, en kjarabætur þær, sem af því leiddu, heyra til yfirstandandi ári. Akranes. Árferði var i meðallagi, bæði til lands og sjávar. Ekki hefur borið á atvinnuleysi venju fremur, og efnahagur og atvinna fólks virðist svipað og verið hefur. Kleppjárnsreykja. Afkoma manna góð. Borgarnes. Afkoma góð við land- búnað, aum við sjávarútveg. Ólafsvíkur. Afkoma má teljast ekki óviðunandi. Búðardals. Afkoma manna sæmileg og heldur batnandi. Reykhóla. Árferði fremur slæmt, vorið kalt og grasspretta léleg. Upp- skera garðávaxta langt neðan við með- allag. Má segja, að afkoma fólks hér í héraði, sem flest er bændafólk og styðst þvi eingöngu við landbúnað, hafi verið verri í ár en mörg undan- farin ár. Flateyjar. Afkoma bænda getur tal- izt góð, en afkoma þorpsbúa aftur á móti slæm, sérstaklega af þvi að verka- fólk fékk kaup sitt treglega greitt vegna taprekstrar útgerðarinnar. Þingeyrar. Afkoma fólks góð. 1) Ársskýrslur (yflrlitsskýrslur) hafa ekki borizt úr eftlrtöldum héruðum: Stykkishólms, Eskifj., Stóróifshvols, Selfoss, Hveragerðis og Laugarás. Flateyrar. Framan af vetri var hér slæm afkoma, og hreppurinn þurfti að ábyrgjast kolakaup o. fl. fyrir fólk, en undir eins með vorinu jókst at- vinna i sjávarþorpunum. Bolungarvíkur. Búskapur gekk vel, en útgerð likt og í fyrra, nema hvað síklveiðin var enn lélegri. ísafj. Afkoma manna betri en á næstliðnu ári, en þó fremur léleg. Súðavíkur. Afkoma bænda sæmileg. Atvinna í landi rýr. Bætti þó mikið úr sumaratvinna við úrskeljun kúfisks, sem frystur var til útflutnings. Árnes. Atvinna verkafólks var með minnsta móti, þar sem engin síld barst á land á Djúpavík og sildarverksmiðj- an við Ingólfsfjörð var ekki starfrækt. Atvinnuleysi var þó ekki um sumar- tímann og afkoma flestra sæmileg. Fá- einar fjölskyldur munu þó búa við þröng kjör. Hólmavíkur. Yfirleitt má segja, að afkoma manna hafi verið léleg, bæði til sjávar og sveita. Hvammstanga. Hagur bænda, þrátt fyrir allt, mjög sæmilegur almennt, en misjafn. Blönduós. Árferði slæmt. í Höfða- kaupstað lélegur fiskafli og engin síld, enda afkoma fólks slæm. Sauðárkróks. Afkoma bænda mun vera sæmileg, og fjölga þeir nú ört sauðfé sínu. Framan af árinu var lítið um atvinnu á Sauðárkróki, en jókst mjög, eftir að framkvæmdir byrjuðu við hitaveituna. Hofsós. Almenn afkoma undir með- allagi. Siglufj. Árið 1952 má telja 8. árið í röð, sem sildveiði bregzt. Afleiðing varð sú, að tugir og sennilega nokkur hundruð manna, bæði karlar og kon- ur, leituðu sér atvinnu annars staðar og þá sérstaklega á Keflavikurflugvelli og við Sogsvirkjunina. Þó má telja, að atvinna á Siglufirði hafi vaxið nokk- uð á umræddu ári vegna kaupa bæj- arins á togaranum Hafliða, sem rekinn var ásamt togaranum Elliða að mestu leyti allt árið. Skapaðist við rekstur þessara tveggja togara allmikil atvinna fyrir siglfirzka sjómenn og enn frem- ur fyrir landvinnufólk við hraðfryst- ingu og lítils háttar herzlu fisks, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.