Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 97
95
1952
kjálkabarði. Var hitalaus, en kvartaöi
um almennan slappleika. Héraðslækn-
ir taldi líklegast, að um neoplasma
eöa tuberculosis væri að ræða og
sendi sjúklinginn til rannsóknar í
ríeykjavik. Þar fékk hann skyndilega
háan hita. Var stungiö á bólgunni og
úrskurðað af viökomandi lækni, að
um geislasveppsbólgu væri að ræða.
Honum heilsaðist vel með aðstoð við-
eigandi lyfja, og hefur ekki borið á,
að sjúkdómurinn tæki sig upp aftur.
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
1948 1949 1950 1951 1952
Á spítala 8 8 8 9 7
í héruðum 4 4 3 3 2
Samtals 12 12 11 12 9
Utan hælisins í Kópavogi er kunn-
ugt um 2 sjúklinga, sem taldir eru
holdsveikir í þessum héruðum:
R v í k : 1 (karl, 54 ára); H ú s a -
víkur: 1 (kona, 77 ára; annar
sjúklingurinn, sem þar hefur verið
skráður holdsveikur, karl 71 árs, dó
á árinu).
Læknir Holdsveikraspitalans í Kópa-
vogi lætur þessa getið:
í ársbyrjun voru 9 sjúklingar i
Kópavogi, 4 karlar og 5 konur. 2 kon-
ur dóu á árinu, og voru þvi 7 eftir i
árslok. Önnur konan var 89 ára gömul.
Heilsufar sjúklinganna má teljast mjög
þolanlegt að þvi leyti, að þeir eru
flestir lítið eða ekkert þjáðir, þrátt
fyrir háan aldnr flestra þeirra. 3
karlmannanna eru blindir af völdum
holdsveikinnar. Svo má segja, að sjúk-
lingarnir séu stöðugt undir eftirliti
augnlækna.
Rvik. Blindi maðurinn, sem útskrif-
aðist af holdsveikraspítalanum árið
1942, býr eins og áður í Reykjavík,
en er undir eftirliti. Vinnur hann við
burstagerð á vegum Blindravinafé-
lagsins.
Húsavíkur. 77 ára kona alltaf talin
á skrá frá þvi 1912. 71 árs karlmaður,
sem hefur einnig verið á skrá, dó á
árinu úr heilablóðfalli.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
Töflur V—VI.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. 2 5 8 6 1
Ilánir 114 3 2
Á mánaðarskrám er 1 skráður sulla-
veikur, en 2 eru taldir dánir. Á árs-
yfirliti, sem borizt hefur úr öllum hér-
uðum, eru greindir 17 sullaveikir, allt
roskið fólk og margt fjörgamalt. Allt
þetta fólk virðist hafa eða hafa haft
lifrar- eða kviðarliolssulli, nema 1
sjúklingur, er hafði sull í rifi. All-
margir sjúklinganna eru ekki sulla-
veikir að öðru leyti en þvi, að þeir
ganga með fistil eftir sullskurð.
Hér fer á eftir skrá um sullaveikis-
sjúklinga þá, sem greindir eru i árs-
yfirlitinu: Rvík : 5 (karlar, 77 og 83
ára; konur 59, 74 og 77 ára); auk
bess er talinn 1 utanbæjarsjúklingur,
hinn sami sem talinn er í Búðahéraði
hér á eftir; Búðardals: 1 (kona,
81 árs); Akureyrar: 1 (kona, 72
ára); Þórshafnar: 2 (karl, 56
ára; kona, 60 ára); Nes: 1 (karl,
81 árs); B ú ð a : 1 (karl, 62 ára);
H a f n a r : 1 (kona, aldur ekki
greindur); K i r k j u b æ j a r : 1
(kona, 84 ára); Stórólfshvols:
1 (kona, 74 ára); Selfoss : 1 (karl,
82 ára); Keflavíkur: 2 (konur,
62 og 75 ára).
Rvík. Enginn skráður sullaveikur,
og enginn lézt úr sullaveiki í hérað-
inu. Hins vegar höfðu 2 gamlir menn,
77 og 83 ára, er létust í héraðinu á
árinu, lifrarsull sem aukadánarmein.
Borgarnes. Hundahreinsanir fara
fram árlega.
Búðardals. Gömul kona með fistula
hepatis, áður skráð.
ísafj. Sullaveiki varð ekki vart hér
á árinu, svo að mér sé kunnugt um.
Við slátrun á næstliðnu hausti fund-
ust sullir i nokkrum rosknum kind-
um af 2 bæjum í Ögurhreppi. Meðan
svo er, skortir vissulega á, að sulla-
veiki sé að hverfa af landinu, og virð-
ist mér hins gagnstæða að vænta, þeg-
ar varnaraðgerðum er minni gaumur
gefinn en áður var. Vitna ráðamenn í
hreppnum til ummæla vísindamanna