Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 166
1952
— 164 —
bandi við hana. Kaffi- og tóbaks-
neyzla almenn.
Seyðisfj. Neyzla þessara gæða er sízt
meiri en annars staðar á landinu.
Nes. Svipað og annars staðar á land-
inu, þar sem ég þekki til.
Djúpavogs. Telja má áfengisneyzlu
fremur litla hér um slóðir. Þó eru
nokkrir, sem helzt um of kaupa sér
áfengi, og væri þeim peningum betur
varið til annarra hluta á heimilum
þeirra, sem það gera, enda oftast þörf
fyrir það.
Kirkjubæjar. Áfengisnautn er lítil i
liéraðinu.
Vestmannaeyja. Áfengisnautn er
töluverð, og munu að minnsta kosti 3
menn vera hér, sem hvergi eiga heima
nema á hæli fyrir drykkjumenn.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum
sinum (sbr. töflu XIII), hvernig 4014
börn af 4054 lifandi fæddra barna,
sem skýrslurnar ná til, voru nærð
eftir fæðinguna. Eru hundraðstölur,
sem hér segir:
Brjóst fengu ........ 94,3 %
Brjóst og pela fengu 3,0—-
Pela fengu ........... 2,7 —
í Reykjavík líta samsvarandi tölur
þannig út:
Brjóst fengu ........ 99,4 %
Brjóst og pela fengu 0,1 —
Pela fengu ........... 0,5 —
Ófróðlegt er að vita ekki, að hve
miklu leyti mark er takandi á þessum
glæsilegum tölum um brjósteldi ung-
barna. Ekki fer á milli mála, að þær
tákna aðeins þann fjölda barna, sem
lagður er á brjóst, en segja ekkert til
um, hve lengi þau eru á brjósti. Öll-
um læknum ber saman um, að þar séu
mikil vanhöld á. Góða vísbendingu
um, hversu þessu er farið í Reykja-
vík, þrátt fyrir ríkt aðhald opin-
berrar ungbarnaverndar þar, er þetta:
Af 502 ungbörnum, sem hurfu úr
umsjá Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur á árinu, höfðu samkvæmt
skýrslu stöðvarinnar 448 ungbörn, eða
89,2%, verið lögð á brjóst, 38, eða
7,6%, voru eingöngu alin á pela, en
ókunnugt er um 16, eða 3,2%. Af
brjóstabörnunum voru 124, eða 27,7%,
„eingöngu á brjósti“, 76, eða 17,0%,
i 4—5 mánuði, 72, eða 16,1%, i 3—4
mánuði, 71, eða 15,8%, i 2—3 mánuði,
89, eða 19,8%, í 1—2 mánuði, og 16,
eða 3,6%, ekki fullan mánuð. Ef gert
er ráð fyrir, að þau börn, er voru
„eingöngu á brjósti“, hafi sleppt
brjóstinu eftir 6 mánuði, hefur með-
albrjósteldistími þeirra numið sem
næst 3 V-i mánuði. Æskilegt væri, að
héraðslæknar viðs vegar um land
skyggndust eftir því með aðstoð ljós-
mæðra sinna, hversu þessu er farið i
héruðum þeirra.
Hafnarfj. Flestöll ungbprn munu
lögð á brjóst, en mæðurnar eru flestar
mjög úthaldslitlar við að gefa brjóst-
ið; hætta flestar eftir 2—3 vikur.
Búðardals. Góð, víðast hvar.
Súðavíkur. Flest ungbörn höfð á
brjósi, a. m. k. nokkrar vikur.
Bakkagerðis. Meðferð ungbarna má
teljast allgóð. En illa mjólka mæðurn-
ar. Eru börnin fljótlega sett á pela,
og fá þau svo að hafa hann fram eftir
öllum aldri. Er algengt að sjá 2—3
ára börn tottandi pela og túttur.
Seyðisfj. Meðferð á ungbörnum má
yfirleitt teljast góð. Mæðrum hættir þó
við að vanmeta gæði brjóstamjólkur-
innar um of. Verður því endirinn oft
sá, að þær taka börnin snemma af
brjósti, jafnvel undir eins og eftirliti
ijósmæðra lýkur.
Nes. Yfirleitt góð.
Víkur. af 15 börnum, sem fæddust
lifandi á árinu, voru öll lögð á brjóst
nema 1.
Vestmannaeyja. Við athugun á
brjóstmötun ungbarna kom í ljós, eins
og í fyrra, að brjóstmötun stendur
miklu skemur en gera mætti sér í
hugarlund eftir skýrslum ljósmæðra.
Um 12% barnanna voru alls ekki lögð
á brjóst, og aðeins helmingur þeirra
fékk brjóst lengur en 2—3 mánuði.
9. íþróttir.
Borgarnes. íþróttir lélega stundaðar.
ÖIl börn læra þó sund, en hræddur