Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 159
— 157 —
1952
víða myndarleg. í Súöavík víða lélegt
húsnæði. 1 íbúðarhús í smíðum.
Árnes. Húsakynni víðast hvar sæmi-
leg. Nokkrar íbúðir góðar, en all-
margar óviðunandi. Fullgerð var á
árinu ibúð handa skólastjóra barna-
skólans. Yar hún reist áföst við skóla-
húsið. Unnið var að byggingu ibúðar-
húss á prestssetrinu, Árnesi. Er bygg-
ingu þess langt komið. Þrifnaður er
viða minni en æskilegt væri, bæði
utan húss og innan. Bágborinn efna-
hagur og léleg híbýli eiga mikla sök
á óþrifnaðinum.
Hólmavíkur. Húsakynni víðast
sæmileg, en lítið um nýbyggingar á
árinu. Engin almenn skolpleiðsla er á
Hólmavik, og er leitt frá hverju húsi
fyrir sig venjulega í stokkum, sem
enda efst í fjöruborði, og sjórinn lát-
inn um frekari hreinsun á flóðinu.
Börn leika sér í fjörunni, og er ekki
vandséð, hvílikt óheilbrigði getur af
þessu stafað.
Hvammstanga. Byrjað á byggingu 8
eða 9 íbúðarhúsa, þar af 1 á Hvamms-
tanga, 2 í Bæjarhreppi; 7 af 13, sem
1 byggingu voru, fullgerð að mestu,
haldið áfram með hin. 2 gamlar bygg-
ingar lagfærðar og endurbættar. Af
fénaðar- og útihúsum var byggt, byrj-
að á eða fullgert: 5 votheysturnar, 2
þurrheyshlöður, 9 fjárhús, 1 hesthús,
2 geymsluhús, 2 safnþrær. Kaupfélag
V.-Húnvetninga lióf byggingu stórs
vörugeymsluhúss. Það gert fokhelt
fyrir árslok. Þrifnaður yfirleitt mjög
sæmilegur; fer alltaf batnandi með
bættum húsakosti og hreinlætistækjum
í hinum nýju hiisum.
Blönduós. Nokkuð um nýbyggingar.
A Blönduósi mjög mikið, því að byggð
voru 6 ný ibúðarhús, öll að vísu frem-
ur smá einbýlishús, sem eigendurnir
unnu mikið að siálfir.
Sauðárkróks. A Sauðárkróki voru
tekin til notkunar á árinu 2 einbýlis-
hús og 4 tvibýlishús, samtals 10 íbúð-
ir. Tvibýlishús voru svo kallaðar bæj-
arbyggingar, sem bærinn lét byggja,
en seldi svo þeim, er hlaut þau, með
hagkvæmum skilyrðum. í sveitinni
voru byggð bæði íbúðarhús og gripa-
hús, en þó minna en undanfarið.
Ólafsfí. Lokið við byggingu verka-
mannabústaða, stórt tveggja hæða hús
með 4 ibúðum, 2 þriggja herbergja og
2 fjögurra herbergja, ásamt eldhúsum
og sameiginlegu þvottaliúsi fyrir tvær
íbúðir. Má segja, að stærri íbúðirnar
nálgist svo kallaðar „lúxusíbúðir".
Auk þess komst tveggja hæða steinhús
undir þak. Til þrifnaðarauka má telja,
að skolpveita var endurbætt á þann
hátt, að ný frárennslisleiðsla var lögð
vestur í ós. Áður hafði oft komið fyr-
ir, að uppistaða varð í kerfinu, og
flóði þá upp úr brunnum til mikils
oþrifnaðar.
Grenivikur. Húsakynni i héraðinu
víðast hvar orðin góð. Byrjað að
byggja 2 íbúðarhús hér í Grýtubakka-
hreppi, en eru stutt komin enn. Þrifn-
aður yfirleitt góður.
Þórshafnar. Lokið við byggingu
tveggja iveruhúsa úr steini á árinu.
Húsakynni eru víða mjög léleg og
þrifnaði ábótavant.
Vopnafí. Töluvert unnið að bygg-
ingu ibúðarhúsa. í sveitinni munu 3
íbúðarhús hafa verið fullgerð að
mestu og flutt í þau á árinu. Fjórða
húsið var gert fokhelt. í kauptúninu
voru 5 íbúðarhús í smíðum, sem byrj-
að hafði verið á árið áður. Voru 3
þeirra fullgerð nokkurn veginn og
flutt i þau á árinu. Hin gerð fokheld.
Húsakynni hafa gjörbreytzt hér sið-
ustu 10—15 árin. Á flestum bæjum í
sveitinni eru nú ný eða nýleg hús,
flest rúmgóð með vatnssalerni, hand-
laug, steypubaði eða baðkeri og gljá-
kolaeldavélum, síbrennandi. Umgengni
og þrifnaður allur fer batnandi. í
kauptúninu búa flestir í sæmilegum
og sumir í ágætum húsum með mikl-
um þægindum. Um þrifnað og um-
gengni er sama að segja og í sveit-
inni. Rafljós eru víða frá Ijósavélum.
Bakkagerðis. Húsakynni yfirleitt
þröng. 1 íbúðarhús var byggt í þorp-
inu og 1 í sveitinni (nýbýli). Þrifn-
aður sums staðar góður, en víða þó
ábótavant, einkum utan húss.
Seyðisfí. Um húsakynni ekkert nýtt
að segja. Þrifnaður yfirleitt góður.
Lúsin er þó ekki með öllu horfin enn
þá. Vafalaust tekst að lokum að út-
rýma allri lús úr landinu, en það
verður ekki fyrr en upprætt hefur