Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 120
1952
— 118 —
ið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar:
Kristján Sveinsson, augnlæknir í
Reykjavík, um Yesturland, Helgi Skúla-
son, augnlæknir á Akureyri, um Norð-
urland, Bergsveinn Ólafsson, augn-
læknir i Reykjavík, um Austfirði, og
Sveinn Pétursson, augnlæknir í
Reykjavik, um Suðurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um
ferðirnar:
1. Kristján Sveinsson.
Eins og undanfarið byrjaði ég ferð-
irnar á Akranesi og endaði í Búðar-
dal, fór síðar um \restfirði.
O .s V ð .3
Glaucoma Cataracta 3 1 'Jq 3 h Degenerati maculae 1 % O cð Q Keratitis O _o d 3 1
Akranes 5 6 1 í 99 99 99 50
Borgarnes 1 1 2 99 99 99 99 40
Ólafsvík 2 1 99 99 1 99 99 33
Stvkkishólmur 5 5 3 2 1 1 99 94
Búðardalur 7 5 4 2 1 99 99 60
Patreksfjörður 5 1 1 1 99 2 99 65
Bíldudalur 1 99 1 99 99 99 99 34
Þingeyri 3 1 1 99 99 99 99 26
Flateyri 2 3 99 2 99 99 99 27
ísafjörður 12 8 3 1 3 2 99 235
Bolungarvík 3 3 1 3 99 99 1 68
Súðavík 99 1 1 1 99 1 99 20
Samtals 46 35 18 13 6 6 1 752
Flestir sjúklinganna vitjuðu mín
vegna aldurssjónbreytinga og slím-
himnubólgu i augum. í þessu ferða-
lagi fann ég 9 nýja glaucomsjúklinga,
og flestir áður þekktir glaucomsjúk-
lingar komu til eftirlits. Á Patreksfirði
gerði ég xantelasmaaðgerð og kauteri-
satio corneae vegna herpes. Á Þing-
eyri tók ég dermoidcystu úr orbita.
2. Bergsveinn Ólafsson.
Vinna hófst á Djúpavogi 24. júli, og
lienni lauk á Vopnafirði 23. ágúst.
Eins og meðfylgjandi tafla sýnir, hafði
ég viðdvöl á 11 stöðum, og tók ferðin
26 daga samtals. Auk þess skoðaði ég
8 sjúklinga, er til mín leituðu að
Grímsstöðum á Fjöllum, á heimleið
minni úr ferðalaginu. Eru þeir ekki
taldir með á skýrslu þessari, enda
utan þess svæðis, sem mér er ætlað.
Starfið var að þessu sinni, eins og
alltaf áður, aðallega að leita að blind-
andi augnsjúkdómum og leiðbeina um
meðferð vægari augnkvilla, fyrirskrifa
og útvega gleraugu þeim, er þess
þörfnuðust. Aðsóknin var að þessu
sinni meiri en nokkurn tíma áður,
síðan ég fór að fara um þetta svæði.
Engir uppskurðir voru gerðir i ferð-
inni, en sjúklingum, er mér virtust
mundu hafa gagn af slíkri meðferð,
ráðlagði ég undantekningarlaust að
leita suður til Reykjavíkur eða norð-
ur til Akureyrar þeirra erinda. Ég tel
ekki gerlegt nema í ýtrustu nauðsyn
að gera vandasama augnskurði á
svona hlaupaferðalagi, og er of mikið
í húfi fyrir sjúklinginn, þar sem oft-
ast er um sjónina að tefla, til þess að
vit sé í að gera slika aðgerð nema
við beztu fáanlegar aðstæður. Um
sjúkdómsgreiningu hef ég fylgt sömu
reglum og áður greinir í skýrslum
þessum. Engan alblindan sjúkling
skoðaði ég á auglýstum viðkomustöð-
um, og blind augu, er um getur í
skýrslunni, tilheyra því jafnmörgum