Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 206
1952
204 —
Sköflungar eru sveigðir út rétt ofan ökla, og skagar innri ökli
(malleolus medialis) inn á við á báðum fótum. Stóru tær vita út á
við á báðum fótum (hallux valgus), sú vinstri 20°, en sú hægri 25°.
Litil hreyfing er í grunnlið beggja stóru táa, en engin bakfetta á hægri
stóru tá, en fáeinar gráður á þeirri vinstri, ilbeygja er 10° á báðum tám.
Hreyfingar í öklum:
Hjarahreyfing H. 120°/80° V. 115°/85°.
Hverfihreyfingar eru sem næst helmingur af því, sem eðlilegt væri,
og þó heldur minni á vinstra fæti. Þetta er það, sem hægt er að
hreyfa fætur (passivt), sjálfur hreyfir hann minna (activt).
Kálfar eru grannir.
Góður sláttur er í ristarslagæð (arteria dorsalis pedis) og sæmi-
legur í öklaslagæð (arteria malleolaris tibialis posterior) á báðuin
fótum og ekki finnanlegur munur á fótunuin.
Röntgenskoðun (röntgenlæknis) í Landakotsspítala þ. 18. 9. 1953:
„Svæði: Báðir öklar og framleistar. Báðir ristarbogar (lengdarbogar
á báðum fótuin) eru gengnir niður, þannig að fæturnir eru áberandi
flatir. Þá er einnig nokkurt valgitet á báðum fótum, þannig að os
naviculare og cuneifonne I eru nokkuð prominerandi medialt. Sjúkl.
hefir þannig typiskt ilsig. Lítið eitt vottar fyrir hvössum liðbeinum í
artic. pedis (talo-cruralis) beggja megin. Þá sést einnig nokkur
arthrosis í artic. metatarso-falangea I beggja megin og á interfalangeal-
liðum stóru tánna. Dálítil deformatio og holumyndun ásamt sclerosis
sést í liðhöfðum þessara liða. Dálítil valgusstaða er á stóru tám.“
R. diag.: Pedes plano-valgi. Arthrosis artic. talocruralis et hallucis
bilat.
Hér er um að ræða mann nærri 52 ára með mikið ilsig á báðum
fótum, stirðleika í stóru tám og hindraðar hreyfingar í öklum og
ristarliðum. Ilsig þetta er án efa gamalt, en hvenær það hefur farið
að valda sjl. óþægindum, verður ekki ráðið af öðru en sögusögn hans.
Eins og nú er komið fótunum, þarf hann að velja sér störf við þeirra
hæfi og væri væntanlega bezt kominn við setvinnu. Ég tel, að miklar
göngur eða stöður væru honum um megn og því erfiðari, sem harðara
væri undir fæti. Óþægindi af kvillum sem þessum aukast að jafnaði
með hækkandi aldri.“
Auk þess liggja fyrir röntgenmyndir af fótum stefnanda.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um, hvort af framan greindum læknisvottorð-
um megi ráða, að G. H. hafi, er hann lét af störfum hinn 1. maí 1945,
1) verið haldinn svo varanlegri fótaveiki, að honum hafi verið um
megn að gegna innheimtustörfum með þeim göngum, sem ætla
má, að slíku starfi séu sainfara, og
2) hvort ætla megi, að ráðin verði bót á fótameini hans, þannig að
hann verði fær um að stunda áður greint starf.