Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 187
Allrar aðgæzlu er þörf, ef ekki á að
fyrnast yfir tilvist ýmissa sjóða, sem
stofnaðir hafa verið til guðs þakka og
faldir eru umsjá hinna og annarra
stofnana. Þó að ekki fari svo sem
verst getur orðið, að sjóðir gleymist
með öllu og týnist, er hætt við van-
efndum á, að fylgt sé sem skyldi regl-
um þeim, sem um sjóðina gilda. Tek-
ur þetta ekki sízt til smásjóða, sem
ekki er ætlað að taka til starfa fyrr
en í fjarlægri framtíð, einkum ef hún
færizt þvi meira undan sem lengra
líður. En það gerist nú, að flestir sjóð-
ir rýrna með ári hverju í stað þess
að ávaxtast, eins og þeim var fyrir-
hugað af stofnendum, og á það eflaust
fyrir nokkrum þeirra að liggja að ná
aldrei tilgangi sínum. Þar fyrir mega
þeir ekki týnast fyrir vangá umsjár-
manna, og til þess hefur eftirfarandi
sjóðaskrá verið tekin saman, að síður
fari svo um sjóði í vörzlu landlækn-
isembættisins.
I.
1. Heiti: Minningarsjóður Guðrúnar
Teitsdóttur.
2. Stofnandi: Teitur Hannesson úr
Andakílshreppi i Borgarfirði, sið-
ar bóndi í Whatcom County í
Washington í Bandaríkjunum.
3. Hvenær stofnaöur: Árið 1929 sam-
kvæmt erfðaskrá stofnanda, dags.
7. júní 1919.
4. HelgaÖur minningu: Móður stofn-
anda, Guðrúnar Teitsdóttur frá
Hvítárósi i Andakilshreppi i Borg-
arfirði.
5. Stofnfjárhæð: $ 4833,80 — fjögur
jiúsund átta hundruð þrjátíu og
þrír og 80/100.
6. Stjórn: Sjóðurinn skal um aldur
og ævi vera undir umsjá land-
læknisins á íslandi.
7. Hvar og hvernig ávaxta skuli:
Sjóðinn skal jafnan geyma og á-
vaxta á sem arðvænlegastan hátt,
t. d. i Landsbanka íslands, í
bankavaxta-, ríkisskulda- eða
ræktunarsjóðsbréfum.
8. Tilgangur: Tekjum sjóðsins skal
verja til hjálpar bágstöddum í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslum,
eins og greinir hér á eftir.
9. Starfsemi hefst: Þegar ársvextir
sjóðsins nema fullum kr. 1000,00.
10. Starfstilhögun: a) Þegar ársvextir
sjóðsins nema fullum kr. 1000,00,
eins og áður greinir, en ekki full-
um kr. 1500,00, skal verja kr.
700,00 af ársvöxtunum árlega til
styrktar einhverri heiðarlegri
ekkju, sem á fyrir börnum að sjá,
en afgang vaxtanna skal leggja
við höfuðstól sjóðsins. b) Þegar
ársvextir sjóðsins nema fullum
kr. 1500,00, en ekki fullum kr.
2500,00, skal á sama hátt verja
kr. 1000,00 af vöxtunum árlega
til styrktar einliverri heiðarlegri
ekkju, sem á fyrir börnum að sjá,
en afgang vaxtanna skal leggja
við höfuðstól sjóðsins. c) Þegar
ársvextir sjóðsins nema fullum
kr. 2500,00, skal á sama hátt verja
kr. 1250,00 af vöxtunum árlega
til styrktar einhverri lieiðarlegri
ekkju, sem á fyrir börnum að sjá,
en afgangi vaxtanna skal varið til
hjálpar ungu, berklaveiku fólki.
11. Starfslok: Engin ákvæði.
12. Skipulagsskrá: Nr. 14 14. febrúar
1933.
24