Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 205
— 203 —
1952
Beiðni G. um eftirlaun var synjað, þar eð sjóðstjórnin óskaði eftir
vottorði frá héraðslækni eða tryggingalækni ríkisins um, að G. hefði
orðið að láta af störfum vegna veikinda, setn líkur væru til, að yrðu
langvarandi.
G. hélt áfram tilraunum sínum að fá viðurkenndan rétt sinn til
eftirlauna. Hinn 5. nóvember 1945 ritaði Jóhann Þorkelsson, héraðs-
læknir á Akureyri, samþykki sitt á framan greint vottorð.
Hinn 27. febrúar 1946 aflaði G. sér vottorðs frá fyrr nefndum
heimilislælcni sínum, svo hljóðandi:
„G. H....... hefur ilsig (pedes plani) í báðum fótum, og eins og
fyrra vottorð mitt bar með sér, taldi ég hann og tel hann enn ófæran
um að gegna innheimtustörfum, þar eð þar þarf óvenju mikla göngu
(og launin vart það há, að innheimtumaður geti haft einkabifreið).
Lækningu á ilsigi á aldri hans tel ég' ekki geta komið til greina.“
Þar sem erindi G. um eftirlaun náði ekki fram að ganga, höfðaði
hann mál fyrir bæjarþingi Akureyrar á hendur Eftirlaunasjóði Akur-
eyrar með stefnu, útg. 30. september 1952, til viðurkenningar á fyrr
greindri kröfu sinni. Með dómi bæjarþings Akureyrar, uppkveðnum
1. apríl 1953, var stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda og
málskostnaður látinn falla niður. Þeim dómi var áfrýjað til Hæsta-
réttar með stefnu útg. 19. ágúst 1953.
1 Hæstarétti hefur vei’ið lagt fram læknisvottorð . .., sérfræðings
í bældunarsjúkdómum í Reykjavík, svo hljóðandi:
„Þ. 18. 9. ’53 skoðaði ég G. H. frá . .., f. 15. 10. 1901.
Hann segist hafa verið fótaveikur lengi, telur að árið 1938 hafi
hann farið að fá verlci í iljar og ökla og hafi verkina lagt upp í hnés-
bætur og læri, hafi hann stundum þurft að liggja rúinfastur í nokkra
daga og hafi hann oft ekki getað stigið reiðhjól vegna eymsla i fót-
um. Hann segist oft hafa haft verki i mjóbaki eftir göngur.
Hann segist hafa fengizt við innheimtustörf á Akureyri, en orðið
að hætta þeim árið 1945 vegna fótaverkja. Hann segist þá liafa tekið
til við landbúnað, með því að hann hafi ekki treyst sér til við störf,
sem útheimtu göngur eða stöður á hörðum götum. Við búskapinn
segist hann geta ráðið sínum háttum og þar sé mýkra undir fæti,
en ekki geti hann gengið að verkum til jafns við fríska menn. Hann
segist t. d. ekki geta staðið við slátt leng'ur en tvær til þrjár klukku-
stundir í senn, en eftir nokkra hvíld geti hann tekið til við orfið aftur
stundarkorn. Hann segist hafa gengið nokkuð um götur Reykjavíkur
í dag, enda sé hann kominn að þrotum.
Sjúklingur er meðalmaður á hæð í meðalholdum, útlit svarar til
aldurs.
Hann gengur dálítið álútur, skortir nokkuð fjaðurmagn í gangi,
spyrnir lítið frá tábergi, en tekur fót upp á nærri flatri il, en er ekki
haltur.
Berfættur gengur hann haltur á báðum fótum, stígur niður á jarka
og segist ekki geta gengið annan veg vegna eymsla, þegar ekki nýtur
stuðnings af skófatnaði.
Báðir fætur eru flatir, framleistar vita nokkuð út á við, en bát-
bein ganga dálítið inn. Hælbein hallast út á við um 8° (valgitet).