Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 145

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 145
143 — 1952 rekstri sjúkraliússins. Flestar sjúkra- stofurnar málaðar á árinu. Eins og áður nutu allmargir ambúlant ljós- lækninga á sjúkrahúsinu. Auk sjúk- linga, sem komu reglulega til eftirlits, og skyggninga á sjúklingum sjúkra- liússins voru skyggndir 52 sjúklingar og 36 röntgenmyndaðir. Hofsós. Keypt ný skyggnitæki til læknisbústaðarins. Þar sem röntgen- tæki voru til, er loks skapaður þolan- legur grundvöllur til eftirlits og loft- brjóstsaðgerða á þeim berklasjúkling- um, sem heima dveljast. Ólafsfj. Undanfarin ár hef ég verið að hugsa um, hvort ekki væri rétt að taka svo kallað sjúkraskýli af skrá, þar sem það hefur ekki verið rekið í svo mörg ár og verður sennilega ekki i næstu framtíð. Húsavíkur. Sjúkrahúsið rekið með sama hætti og áður. Allvel hefur geng- ið að útvega starfsfólk, enda má telja húsið að mörgu leyti gott, þó að nokk- uð kveði að þrengslum. Alloft erfitt að koma þar fyrir akút sjúklingum, vegna þess að of mörg rúm eru skipuð gamalmennum, sem að vísu eru sjúk- lingar, en ættu ekki síður heima á elliheimili. Góð röntgentæki eru til, en vegna rúmleysis hefur ekki enn þá verið hægt að taka myndir, og er það stundum bagalegt. Ljóslampar eru einnig til og eru mikið notaðir. Seijðisfj. Sjúkrahúsið er rekið með sama hætti og undanfarin ár. Aðsókn er svipuð frá ári til árs. Rekstrarhall- inn eykst. Fyrirhugaðar eru breyting- ar á húsinu með það fyrir augum að koma sjúkrahúsi og elliheimili undir eitt þak. Á árinu var unnið að við- gerð á sjúkrahúsinu. Gluggar voru endurbættir og settir í þá tvöfaldar rúður. Gólfið í gangi hússins var einnig endurbætt. Steingólf steypt ofan á gamla gólfið og það siðan dúk- lagt. Margt er þó enn, sem endurbóta bíður í húsinu. Fyrirhuguð er ný klæðning innan á stofur og ganga, ásamt endurnýjun á raflögn hússins. A árinu eignaðist sjúkrahúsið ný rönt- gentæki (Philips), og er það gjöf frá Kvenfélagi Seyðisfjarðar. Voru þau tekin i notkun 1. apríl og hafa reynzt mjög vel. Þau eru léttbyggð, og má fara með þau um allt húsið, ef þess gerist þörf. Nes. Lélegri læknisbústað þekki ég ekki hérlendis.1) Vestmannaeyja. Viðgerð hélt áfram á sjúkrahúsinu á árinu, og er nú lokið við málun innan húss, svo og dúk- lagningu og margvíslegar endurbætur. Nýtt skurðaðgerðarborð var keypt. Sú breyting var gerð á starfsliði sjúkra- hússins á árinu, að Einar Guttorms- son, læknir hér, var ráðinn yfirlæknir, og Ólafur Halldórsson læknir honum til aðstoðar við aðgerðir í handlækn- ingum. Var þar með úr sögunni það fyrirkomulag, sem áður hafði tíðkazt, að allir læknar hér hefðu aðgang að sjúkrahúsinu til meðferðar sjúkrasam- lagssjúklinga sinna. Héraðslæknir hafði áður með bréfi til bæjarstjórnar hvatt til þessara breytinga á starfs- liáttum sjúkrahússins, og eigi löngu siðar gerði ósamkomulag hjúkrunar- fólks og eins læknisins breytinguna óumflýjanlega. Keflavíkur. Senn liðin 10 ár frá þvi, að Sjúkrahús Keflavíkur var reist og komið undir þak, en enn þá sér að- eins hilla undir það, að fulllokið verði og taki til starfa. Má nærri segja, að þessi seinagangur á þessu nauð- synjamáli sé orðinn héraðinu til minnkunar. Málið var í upphafi tekið upp á seinvirkum og nærri ófram- kvæmanlegum grundvelli, en eftir að því fékkst framgengt, að málið væri rekið eins og í öðrum héruðum, að allt læknishéraðið með aðstoð ríkisins tæki það á sína arma, og héraðið, sem er 7 hreppar, annist rekstur þess, má sjá fram á, að það komist að lokum í höfn, þó að seint hafi gengið. Það er engum gert rangt til, þó að sagt sé, að þessum miklu töfum á málinu hafi valdið fjárskortur, og þá einkum Keflavíkurbæjar. En Keflavík, þar sem sjúkrahúsið er reist og þar sem þörfin er mest, ætti af eðlilegum ástæðum að hafa forustuna í því, að sjá því borg- ið. En Iíeflavík er ört vaxandi bær, eins og kunnugt er, enda hefur íbúa- 1) f Neskaupstað er ekki opinber læknisbú- staður, og stendur ekki til, að sé. Héraðslækn- ir, sem á að sjá sér fyrir íbúð sjálfur, á það við sjálfan sig, hve fullkomin ibúð hans er.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.